Tíu breytingar hjá Lars og Heimi

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck.
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck. mbl.is/Eggert

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson gera hvorki fleiri né færri en tíu breytingar á íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu karla fyrir vináttulandsleikina gegn Póllandi og Slóvakíu sem fram fara í Varsjá og Zilina 13. og 17. nóvember.

Frederik Schram, markvörður Vestsjælland í Danmörku, Hjörtur Hermannsson, varnarmaður PSV Einehoven og Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, koma inní hópinn í fyrsta sinn en þeir eru allir í 21-árs landsliðinu, og þá er Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður hjá Norrköping, í hópnum í fyrsta skipti.

Ingvar Jónsson, markvörður hjá Sandnes Ulf í Noregi, Haukur Heiðar Hauksson, varnarmaður hjá AIK, Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður hjá Lokeren, Hörður Björgvin Magnússon, varnarmaður hjá Cesena, Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður hjá Sundsvall og Elías Már Ómarsson, kantmaður hjá Vålerenga, koma allir inn en þeir eiga allir á bilinu 2-4 landsleiki að baki.

Rúrik Gíslason er úr leik í bili vegna aðgerðar á hásin og Jóhann Berg Guðmundsson verður allavega ekki með gegn Pólverjum vegna meiðsla en gæti spilað gegn Slóvakíu.

Landsliðsþjálfararnir ákváðu að hvíla marga af eldri leikmönnum hópsins. Af þeim sem voru í Tyrklandi í síðasta mánuði verða, auk Jóhanns og Rúriks, þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson, Ólafur Ingi Skúlason, Emil Hallfreðsson, Sölvi Geir Ottesen, Kristinn Jónsson, Hallgrímur Jónasson, Róbert Örn Óskarsson og Gunnleifur Gunnleifsson ekki í hópnum að þessu sinni.

Hópurinn er þannig skipaður, landsleikjafjöldi fyrir framan:

Markverðir:
  5 Ögmundur Kristinsson, Hammarby
  2 Ingvar Jónsson, Sandnes Ulf
  0 Frederik Schram, Vestsjælland

Varnarmenn:
52 Birkir Már Sævarsson, Hammarby
49 Ragnar Sigurðsson, Krasnodar
44 Kári Árnason, Malmö
33 Ari Freyr Skúlason, OB
  2 Haukur Heiðar Hauksson, AIK
  2 Hólmar Örn Eyjólfsson, Rosenborg
  2 Hörður Björgvin Magnússon, Cesena
  2 Sverrir Ingi Ingason, Lokeren
  0 Hjörtur Hermannsson, PSV Eindhoven

Miðjumenn:
54 Aron Einar Gunnarsson, Cardiff
42 Birkir Bjarnason, Basel
34 Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea
19 Theódór Elmar Bjarnason, AGF
  4 Rúnar Már Sigurjónsson, Sundsvall
  2 Elías Már Ómarsson, Vålerenga
  0 Arnór Ingvi Traustason, Norrköping
  0 Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki

Sóknarmenn:
33 Kolbeinn Sigþórsson, Nantes
28 Alfreð Finnbogason, Olympiacos
16 Jón Daði Böðvarsson, Viking Stavanger

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert