Harpa, Francielle og Poliana allar áfram

Harpa Þorsteinsdóttir.
Harpa Þorsteinsdóttir. mbl.is/Golli

Bikarmeistarar Stjörnunnar í knattspyrnu kvenna tilkynntu í dag að samið hefði verið við þrjá burðarása í liðinu.

Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir framlengdi samning sinn til næstu þriggja ára, en hún hefur verið lykilleikmaður liðsins undanfarin ár. Harpa skoraði fimmtán mörk í sautján leikjum í Pepsi-deildinni í sumar, en skoraði 27 og 28 mörk tvö tímabil þar á undan. Auk þess er hún fastamaður í landsliði Íslands.

Þá munu brasilísku landsliðskonurnar Francielle og Poliana einnig leika með Stjörnunni næsta sumar, en þær komu til félagsins á miðju sumri og slógu í gegn.

Francielle og Poliana ásamt fyrirliðanum Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur.
Francielle og Poliana ásamt fyrirliðanum Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur. Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert