FH greiðir milljón fyrir Gunnar

Gunnar Nielsen
Gunnar Nielsen mbl.is/Stálið

Gunnar Nielsen, landsliðsmarkvörður Færeyja og nýr liðsmaður Íslandsmeistara FH, er dýrasti knattspyrnumaðurinn hér á landi, samkvæmt útgefnum afreksstuðlum KSÍ sem hafa nú verið uppfærðir og birtir eins og jafnan er gert undir lok hvers árs.

Gunnar er eini leikmaðurinn á landinu sem er með hæsta afreksstuðulinn, sem er 10, en það þýðir að félagaskiptagjald fyrir hann innanlands er ein milljón króna. Þá upphæð þarf FH að greiða Stjörnunni fyrir hann en Gunnar lék með Garðabæjarliðinu í ár og er samningsbundinn því til áramóta, samkvæmt KSÍ.

Sex leikmenn eru með afreksstuðulinn 7 og því þarf að greiða 700 þúsund í félagaskiptagjald ef þeir skipta um félag innanlands. Það eru eftirtaldir:

Abel Dhaira, ÍBV

Arnór S. Aðalsteinsson, Breiðab.

Böðvar Böðvarsson, FH

Höskuldur Gunnlaugsson, Breið.

Oliver Sigurjónsson, Breiðabl.

Orri S. Ómarsson, Val

Fjórtán leikmenn eru síðan með afreksstuðulinn 5 og félagaskiptagjaldið fyrir þá er 500 þúsund krónur. Það eru eftirtaldir:

Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki

Brynjar G. Guðjónsson, Stjörn.

Emil Pálsson, FH

Guðjón Baldvinsson, Stjörnunni

Heiðar Ægisson, Stjörnunni

Hólmbert A. Friðjónsson, KR

Kristinn Jónsson, Breiðabliki

(Farinn til Sarpsborg í Noregi)

Kristján Flóki Finnbogason, FH

Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni

Sindri Björnsson, Leikni R.

Skúli Jón Friðgeirsson, KR

Þorri Geir Rúnarsson, Stjörnunni

Þórarinn Ingi Valdimarsson, FH

Ævar Ingi Jóhannesson, KA

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert