Stefan Alexander Ljubicic, drengjalandsliðsmaður í knattspyrnu úr Keflavík sem er aðeins 16 ára gamall, er um þessar mundir til reynslu hjá skoska stórliðinu Celtic en frá þessu er greint á fotbolti.net.
Stefan lék þrjá leiki með Keflavík í Pepsi-deild karla síðasta sumar og lék einnig þrjá leiki með drengjalandsliði Íslands í fyrra.
Um leið og Íslandsmótinu lauk í október fór Stefan til Norwich og æfði þar í vikutíma. Hann æfði með þremur aldursflokkum hjá Norwich, U21 árs, U18 ára og U16 ára og spilaði einn leik.
Faðir Stefans er Zoran Daníel Ljubicic en hann er fyrrverandi leikmaður og þjálfari Keflavíkurliðsins.