Eyjólfur valdi fimm úr Stjörnunni

Þorri Geir Rúnarsson og Ragnar Bragi Sveinsson eru báðir í …
Þorri Geir Rúnarsson og Ragnar Bragi Sveinsson eru báðir í æfingahópnum. mbl.is/Eggert

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21-landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið 25 leikmenn til æfinga hér landi um helgina. 

U21-landsliðið leikur næst gegn Makedóníu á útivelli, hinn 24. mars, í undankeppni EM en liðið er efst í sínum riðli eftir fimm leiki af tíu, stigi á undan Frakklandi og fjórum stigum á undan Makedóníu.

Aðeins leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum eru í æfingahópnum nú, sem mun æfa í Kórnum og Egilshöll um helgina. Flestir koma úr röðum Stjörnunnar eða fimm, og næstflestir úr Breiðabliki eða fjórir.

Æfingahópurinn:

Davíð Kristján Ólafsson, Breiðablik
Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðablik
Oliver Sigurjónsson, Breiðablik
Viktor Margeirsson, Breiðablik

Kristján Flóki Finnbogason, FH

Viðar Ari Jónsson, Fjölnir

Ólafur Íshólm Ólafsson, Fylkir
Ragnar Bragi Sveinsson, Fylkir

Björgvin Stefánsson, Haukar

Albert Hafsteinsson, ÍA

Jón Ingason, ÍBV

Ingvar Ásbjörn Ingvarsson, Leiknir R

Heiðar Ægisson, Stjarnan
Sveinn Sigurður Jóhannesson, Stjarnan
Þórhallur Kári Knútsson, Stjarnan
Þorri Geir Rúnarsson, Stjarnan
Ævar Ingi Jóhannesson, Stjarnan

Jónas Björgvin Sigurbergsson, Þór A

Sindri Björnsson, Valur
Anton Ari Einarsson, Valur
Orri Sigurður Ómarsson, Valur

Alfreð Már Hjaltalín, Víkingur Ó

Davíð Örn Atlason, Víkingur R
Ívar Örn Jónsson, Víkingur R
Viktor Jónsson, Víkingur R

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert