EM búningurinn afhjúpaður

Oliver Sigurjónsson, Gunnleifur Gunnleifsson og Rakel Hönnudóttir í nýju búningunum.
Oliver Sigurjónsson, Gunnleifur Gunnleifsson og Rakel Hönnudóttir í nýju búningunum. Ljósmynd/KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands gerði í dag fjögurra ára samning við búningaframleiðandann Errea. Við sama tilefni var opinberaður landsliðsbúningurinn sem Ísland leikur í á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði að þetta væri líklega stærsti búningasamningur sem undirritaður hefur verið hér á landi. Errea greiðir KSÍ ákveðna bónusa fyrir að leika í búningunum.

Öll landslið Íslands munu leika í búningunum næstu fjögur árin en þeir fara í almenna sölu í dag.

Íslenska landsliðið leikur fyrsta leik sinn í nýju treyjunni þegar það mætir Dönum í vináttulandsleik í Herning 24. mars næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert