Stjarnan taplaus á toppnum

Guðjón Baldvinsson skoraði eitt marka Stjörnunnar í leiknum í dag.
Guðjón Baldvinsson skoraði eitt marka Stjörnunnar í leiknum í dag. Eva Björk Ægisdóttir

Stjarnan fékk íBV í heimsókn á Samsung-völlinn í fyrsta riðli í A deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag. Stjarnan fór með sigur af hólmi í leiknum og hefur þar af leiðandi haft betur í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum. 

Guðjón Baldvinsson kom Stjörnunni yfir með marki á 11. mínútu leiksins. Hilmar Árni Halldórsson tvöfaldaði svo forystu Stjörnunnar með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir brot á Þórhalli Kára Knútssyni.

Sindri Snær Magnússon minnkaði muninn fyrir ÍBV á 77. mínútu leiksins, en Arnar Már Björgvinsson innsiglaði sigur Stjörnunnar fjórum mínútum síðar.

Stjarnan er á toppi riðilsins með sex stig eftir þennan sigur á meðan ÍBV er með þrjú stig eftir jafn margar umferðir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert