Ragnar Bragi eini nýliðinn hjá U21

Eyjólfur Sverrisson.
Eyjólfur Sverrisson. mbl.is/Eggert

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U21 árs landsliðsins hefur valið hópinn sem mætir Makedóníu ytra þann 24. mars næstkomandi í undankeppni EM 2017.

Eini nýliðinn í hópnum er Fylkismaðurinn Ragnar Bragi Sveinsson.

Ísland er á toppi riðilsins með 11 stig, Frakkar koma næstir með 10 stig en þar á eftir er Makedónía með sjö stig.

Blikinn Oliver Sigurjónsson, fyrirliði U21 árs liðsins, er meiddur og því ekki í hópnum og það sama á við um Þorra Geir Rúnarsson hjá Stjörnunni.

Þeir Hjörtur Hermannsson og Elías Már Ómarsson eru í hóp U21 árs landsliðsins sem þýðir að þeir verða ekki með A-landsliðinu sem mætir Danmörku sama dag í vináttulandsleik. 

Hópurinn:

Markmenn:
Rúnar Alex Rúnarsson (Nordsjælland)
Frederik Schram (Án félags)
Ólafur Íshólm Ólafsson (Fylki)

Aðrir leikmenn:

Orri Sigurður Ómarsson (Val)
Hjörtur Hermannsson (Gautaborg)
Aron Elís Þrándarson (Álasundi)
Árni Vilhjálmsson (Lilleström)
Elías Már Ómarsson (Vålerenga)
Adam Örn Arnarson (Álasundi)
Böðvar Böðvarsson (Midtjylland)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)
Sindri Björnsson (Val)
Daníel Leo Grétarsson (Álasundi)
Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Heiðar Ægisson (Stjörnunni)
Viktor Jónsson (Víkingi)
Ævar Ingi Jóhannesson (Stjörnunni)
Viðar Ari Jónsson (Fjölni)
Samúel Kári Friðjónsson (Reading)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylki)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert