Fanndís skaut Breiðablik í úrslitin

Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki sínu fyrir Breiðablik gegn Þór/KA síðastliðið …
Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki sínu fyrir Breiðablik gegn Þór/KA síðastliðið sumar með Rakel Hönnudóttur, samherja sínum. Skapti Hallgrímsson

Breiðablik lagði Þór/KA að velli með tveimur mörkum gegn engu í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í Fífunni í dag. Breiðablik mætir þar af leiðandi ÍBV í úrslitaleik keppninnar. 

Fanndís Friðriksdóttir skoraði bæði mörk Breiðabliks í leiknum, annars vegar á 47. mínútu leiksins og hins vegar á 83. mínútu leiksins. 

Úrslitaleikur Breiðabliks og ÍBV fer fram fimmtudaginn 28. apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert