Garðar hættur að dæma

Garðar Örn Hinriksson með spjald á lofti síðasta sumar.
Garðar Örn Hinriksson með spjald á lofti síðasta sumar. mbl.s/Eva Björk Ægisdóttir

Garðar Örn Hinriks­son, reynd­asti knatt­spyrnu­dóm­ar­inn sem dæmdi í efstu deild á síðasta keppn­is­tíma­bili, hef­ur ákveðið að leggja flaut­una á hill­una eft­ir lang­an fer­il en hann hef­ur dæmt í efstu deild frá 1998, með hléi í kjöl­far meiðsla 2010-2011.

Garðar dæmdi sam­tals sautján tíma­bil í efstu deild karla, alls 175 leiki, og var milli­ríkja­dóm­ari um skeið.

Garðar hef­ur glímt við meiðsli að und­an­förnu og náði fyr­ir ekki vikið að ljúka þol­prófi fyr­ir tíma­bilið. Hann til­kynnti ákvörðun sína í ít­ar­leg­um pistli á Face­book núna um miðnættið, í 3.572 orðum, og hann fer hér á eft­ir:

Í 3572 orðum...

Árið er 1989. Ísland lenti í neðsta sæti í Eurovisi­on söng­laga­keppn­inni með 0 stig. Einn af al­ræmd­ustu raðmorðingj­um í sögu Banda­ríkj­anna, Ted Bun­dy, var tek­inn af lífi. Ísland varð heims­meist­ari B-liða í hand­bolta. Fjölda­morðin á Torgi hins him­neska friðar í Kína áttu sér stað. KA varð Íslands­meist­ari í knatt­spyrnu karla í fyrsta sinn. Ayatollah Khomeini dæmdi rit­höf­und­inn Salm­an Rus­hdie til dauða fyr­ir skrif sín í bók­inni The Satanic Verses. Berlín­ar­múr­inn féll. Deng Xia­op­ing sagði af sér sem leiðtogi Kína. Rúm­enski ein­ræðis­herr­ann Nicolae Ceausescu var tek­inn af lífi ásamt eig­in­konu sinni. Hinn heimsþekkti list­mál­ari, Sal­vador Dalí, lést. Leik­kon­an Bette Dav­is lést einnig þetta ár. Leik­ar­inn Daniel Radclif­fe, sem og söng­kon­an Tayl­or Swift og knatt­spyrnumaður­inn Gylfi Þór Sig­urðsson, fædd­ust. Og ég... tók knatt­spyrnu­dóm­ara­prófið.

Já, það er eins og það hafi gerst í gær þegar ég sat fyr­ir fram­an fyrr­um stórdóm­ar­ana, Ey­stein Guðmunds­son og Eyj­ólf Ólafs­son, og svaraði munn­leg­um spurn­ing­um þeirra í knatt­spyrnu­dóm­ara­próf­inu. Ég man alltaf eft­ir einni spurn­ing­unni sem hljóðaði svo, „Má skora beint úr upp­hafs­spyrnu?“. Ég svaraði með já-i en fékk tvö nei beint í and­litið. Ekki svo mörg­um árum síðar var þessu breytt og hefði ég fengið rétt fyr­ir þetta svar aðeins nokkr­um árum síðar. En hvað um það... dóm­ara­fer­ill­inn minn hófst lög­lega árið 1989. Ég segi lög­lega vegna þess að nokkr­um árum áður hafi ég reynt aðeins fyr­ir mér sem aðallega aðstoðardóm­ari (þá hét það víst línu­vörður) en náði þó að flauta einn leik.

Árið var lík­lega 1985. Er ekki al­veg viss en finnst það lík­legra en árin 1984 eða 1986. Ég veit ekki al­veg ná­kvæm­lega hvað kom þessu öllu af stað. Lík­lega var það pabbi sem kom þessu af stað. Á þess­um árum tók hann ung­linga­dóm­ara­prófið og var að dæma hjá okk­ur krökk­un­um ásamt Jóa heitn­um, Jó­hanni Þórðar­syni (sem er eini dóm­ar­inn sem hef­ur gefið mér gult spjald), og lík­lega hef­ur það smitað unga ljós­hærða Stokks­eyr­ing­inn sem var síðan boðið það einn góðan veður­dag að hlaupa um sem aðstoðardóm­ari í yngri flokk­un­um. Ég fékk að taka þátt í mörg­um leikj­um og þarna fann ég mig virki­lega vel. Þetta var málið. Ég ætlaði að ger­ast knatt­spyrnu­dóm­ari.

Eini leik­ur­inn sem ég dæmdi áður en ég varð lög­leg­ur knatt­spyrnu­dóm­ari kom svo um vorið árið 1987. Leik­ur á milli Stokks­eyr­ar­skóla og Eyr­ar­bakka­skóla. Ég var reynd­ar bú­inn að gíra mig upp í leik­inn þegar bróðir Jóa heit­ins, Elv­ar Þórðar­son list­mál­ari, leik­fim­is­kenn­ari, teikni­kenn­ari og smíðakenn­ari, kom til mín með flaut­una og bað mig um að dæma leik­inn. Kannski nennti hann því ekki sjálf­ur í enn eitt skiptið eða hann sá eitt­hvað efni í strákn­um sem tók bros­andi við flaut­unni og dæmdi leik­inn sem Stokks­eyri vann 1-0. Eitt­hvað voru Eyr­bekk­ing­arn­ir ósátt­ir og eltu mig all­ir sem einn inn í skóla en það var allt í góðu og endaði vel. Síðan gerðist ekk­ert í tvö ár.

Ég flutti frá Stokks­eyri til Reykja­vík­ur árið 1987. Ætlaði reynd­ar að byrja að æfa fót­bolta þegar til borg­ar­inn­ar kæmi. Pabbi er, eins og kannski mjög marg­ir vita, mik­ill KR-ing­ur og fór svo að ég fór á æf­ingu hjá KR. Ég fór á heil­ar tvær æf­ing­ar hjá 2.fl KR og þar voru eng­ir titt­ir að æfa þegar ég mætti á æf­ing­arn­ar tvær. Sjálf­ur Rún­ar Krist­ins­son var þarna, sem og Þormóður Eg­ils­son, og sjálf­ur Pét­ur Pét­urs­son var þjálf­ari. Þess má geta að ég náði að skora eitt stór­glæsi­legt mark á ann­ari æf­ing­unni sem var mikið fagnað af þeim sem urðu vitni að. En ég var ekki að finna mig í fót­bolt­an­um leng­ur. Hug­ur­inn og hjartað kölluðu á dóm­araf­laut­una eins furðulegt og það hljóm­ar ef­laust í hug­um ein­hverra.

Á hæðinni fyr­ir ofan mig þegar við fjöl­skyld­an flutt­umst til Reykja­vík­ur bjuggu Steinka frænka mín og Varði, Þor­varður Björns­son heit­inn, þáver­andi milli­ríkja­dóm­ari og dóm­ari í efstu deild karla í knatt­spyrnu. Það má eig­in­lega segja að Varði hafi ýtt mér óaf­vit­andi síðasta spöl­inn í að verða dóm­ari, sem ég svo varð tveim­ur árum síðar. Að búa á hæðinni fyr­ir neðan milli­ríkja- og efstu­deild­ar­dóm­ara gaf mér vel und­ir fót­inn og þetta vildi ég verða, verða eins og pabbi og Varði. Minni­stæðasti leik­ur­inn sem ég sá Varða dæma var bikar­úr­slita­leik­ur Vals og KR árið 1990 og þurfti þá tvo leiki til að skera úr um hvort liðið ynni titil­inn ef fyrri leik­ur­inn endaði með jafn­tefli. Fyrri leik­ur­inn endaði með jafn­tefli og þurfti því að spila ann­an leik og dæmdi Varði hann líka. Varði meidd­ist í þeim leik og það vildi svo skemmti­lega til að tengdafaðir minn, ekki þó þáver­andi, Guðmund­ur Stefán Marías­son, tók við af hon­um. Ég náði því miður að dæma aðeins einn leik með Varða en það var árið 1993 sem var hans síðasta ár sem knatt­spyrnu­dóm­ari.

Árið 1989 tók ég svo dóm­ara­prófið eins og komið hef­ur komið fram og minn fyrsti leik­ur var í 4. Flokki karla, Þrótt­ur vs KR. Mig minn­ir að leik­ur­inn hafi endað 17 eða 18 – 0 fyr­ir KR. Eins og marka­tal­an gef­ur til kynna var þetta auðveld­ur leik­ur að dæma og mig minn­ir að ég hafi sjald­an þurft að nota flaut­una í þess­um leik, kannski sem bet­ur fer, því minn maður fann fyr­ir ör­litlu stressi. Eft­ir þenn­an leik varð allt mun auðveld­ara.

Fyrstu árin hjá Þrótti voru ekki auðveld fyr­ir verðandi skalla­popp­ar­ann og þau eru það lík­lega ekki hjá flest­um ung­um dómur­um sem eru að taka sín fyrstu skref og var maður ekki vin­sæl­asti maður­inn í hverf­inu en það breytt­ist tveim­ur árum síðar. Það sem fáir eða eng­ir vita er að það ár, 1991, kom fyrsta raðspjaldið svo­kallaða og það var ekki gult á lit­inn. Ég átti að vera aðstoðardóm­ari í síðasta leik Þrótt­ar í 2. Flokki karla þetta árið en ann­ars flokks leik hafði ég aldrei dæmt. Ein­hverra hluta vegna mætti dóm­ari þessa leiks ekki til leiks og var mér því rétt flaut­an. Og þetta var eng­inn smá leik­ur – Þrótt­ur vs ÍR. Sig­ur­veg­ari þessa leiks myndi vinna B riðil­inn og fara upp í A riðill og því var mikið und­ir í þess­um leik. Ég man ekki loka­töl­ur þessa leiks en und­ir lok­in fékk Þrótt­ur víta­spyrnu og allt varð hrein­lega vit­laust á vell­in­um (gamla Þrótt­ara­vell­in­um við Sæviðar­sundið). Eft­ir að ég var bú­inn að benda á punkt­inn veitt­ust þrír ÍR-ing­ar að mér, ýttu við mér og hrintu, köstuðu og spörkuðu í mig möl (jú, það var spilað á möl í þá daga) og áður en ég vissi af var ég bú­inn að raðspjalda þá alla með rauðu, það fyrsta og eina með rauðu sem vitað er um á land­inu. Þrótt­ur skoraði úr vít­inu og tryggðu sér um leið sig­ur í B riðli og fóru upp en eft­ir sátu svekkt­ir og brjálaðir ÍR-ing­ar sem voru ekki par hrifn­ir af dóm­ar­an­um. Kannski ein­hver hafi sakað mig um heima­dómgæslu en slíkt orð var og er ekki til í mín­um orðabók­um. Ég man að nokkr­um árum síðar spurðu nokkr­ar Þrótt­ar­ar mig hvers vegna ég dæmdi ekki meira með þeim og ástæðan var sú að þeir þurftu alltaf að kljást við heima­dómgæslu þegar þeir spiluðu að heim­an. Ég var og verð alltaf heiðarleg­ur dóm­ari, hvort sem fólk tel­ur að ég hafi verið slæm­ur eða góður dóm­ari. Enga heima­dómgæslu takk. Eft­ir þenn­an leik Þrótt­ar gegn ÍR varð ég svo vin­sæl­asti dóm­ar­inn í hverf­inu og var val­inn í fyrsta sinn af fimm skipt­um að mig minn­ir besti dóm­ari Þrótt­ar árið 1991.

Árin liðu og þetta var það besta sem ég vissi um, að dæma knatt­spyrnu­leiki, og síðan árið 1994 varð ég gerður að svo­kölluðum D-dóm­ara hjá knatt­spyrnu­sam­band­inu en D-dóm­ar­ar dæmdu leiki í neðstu deild karla og kvenna. Það var al­gjör­lega geggjað fyr­ir mig sem dóm­ara að fá að dæma loks­ins í deilda­keppni. Ég var ánægður og sá fram á það að þarna gæti ég verið næstu árin. Ég lét mig ekki einu sinni dreyma um það að verða Lands­dóm­ari, hvað þá að dæma nokk­urn tím­ann í efstu deild karla og kvenna. Ég man að ég hitti verðandi tengdafaðir minn þarna í fyrsta sinn en hann kom til mín fyr­ir minn fyrsta leik sem var Leikn­ir vs Aft­ur­eld­ing og hvatti mig áfram sem mér þótti vænt um enda fannst mér Guðmund­ur og finnst hann enn einn af okk­ar betri dómur­um fyrr og síðar. Hvern hefði grunað það að 13 árum síðar myndi ég byrja með dótt­ur hans og gift­ast síðar.

Ég var D-dóm­ari í tvö ár en á seinna ár­inu var ég næst­um því hætt­ur að dæma. Kvöld eitt dæmdi ég leik í neðstu deild karla og gekk fyrri hálfleik­ur­inn al­veg prýðilega vel. Annað var í gangi í þeim seinni þar sem annað liðið, Ármann, missti haus, lík­lega vegna þess að þeim þótti dóm­ar­inn vænt­an­lega lé­leg­ur, og endaði það lið í mörg­um gul­um og rauðum spjöld­um. Þegar ég var svo bú­inn að flauta leik­inn af héldu leiðind­in áfram. Þarna var ég einn og yf­ir­gef­inn og eng­inn aðstoðaði mig í þeim lát­um sem sköpuðust eft­ir leik, ekki einu sinni aðstoðardóm­ar­arn­ir. Ég var þó ekki lam­inn held­ur fékk ég að heyra allt það versta sem er hægt að segja við fólk. Niður­lút­ur hélt ég heim á leið og eft­ir að ég var kom­inn heim hrein­lega grét ég af reiði. Ég hef sjald­an verið eins reiður á æv­inni. Að full­orðnir menn skuli hafa hagað sér svona í minn garð við mína upp­á­halds iðju, þ.e. að dæma knatt­spyrnu­leik. Ég man að ég stóð sótreiður heima á neðri hæðinni og grét. Ég var hætt­ur. Þetta skal ég aldrei gera aft­ur. Ég mun aldrei dæma aft­ur. En þegar leið á kvöldið og reiðin far­in að renna aðeins af mér hugsaði ég þetta upp á nýtt. Af hverju í ósköp­un­um ætti ég að láta þessa ógeðslegu menn koma í veg fyr­ir það sem mér þótti skemmti­leg­ast að gera. Ég ætlaði að sýna þess­um mönn­um í tvo heimanna. Ég ætlaði að ná lengra en þeir í knatt­spyrnu. Á meðan þeir voru að skíta á sig í neðstu deild ætlaði ég mér að fara alla leið og það endaði líka þannig. Ég hélt áfram og fór alla leið og þeir ennþá að skíta á sig í neðstu deild.

Það hlýt­ur að hafa verið í októ­ber eða nóv­em­ber árið 1995 þegar ég fékk hring­ing­una. Á hinum enda lín­unn­ar var Hall­dór B. Jóns­son þáver­andi formaður Dóm­ara­nefnd­ar KSÍ. Hann til­kynnti mér það að ég væri orðinn Lands­dóm­ari sem þýddi það að ég mátti núna dæma í tveim­ur neðstu deild­um karla, efstu deild kvenna, og mátti starfa sem aðstoðardóm­ari í efstu deild karla, svo­kallaður C-Dóm­ari. Þið getið rétt ímyndað ykk­ur hvernig skalla­popp­ar­an­um leið þegar hann fékk þessi skila­boð. Allt í einu var ég kom­inn í hóp cirka 30 bestu dóm­ara lands­ins og það aðeins sex árum eft­ir að ég tók dóm­ara­prófið. Ég var þegar byrjaður að sýna leik­mönn­un­um sem fengu mig næst­um því til að hætta fyrr á ár­inu putt­ann.

Sum­arið 1996, mitt fyrsta ár sem Lands­dóm­ari, var eft­ir­minni­legt, þó aðallega síðasti leik­ur­inn sem ég dæmdi þetta sum­arið. Ég átti upp­haf­lega að dæma leik fyr­ir aust­an fjall, Ægir vs liði sem ég man ekki hvað var leng­ur. En á síðustu stundu var því breytt og ég var sett­ur á Gróttu vs Dal­vík í staðinn. Sá leik­ur var ekki tal­inn eins merki­leg­ur og leik­ur Ægis vs hinu liðinu og ég og ann­ar dóm­ari vor­um því látn­ir skipta um leik. Sá dóm­ari hef­ur greini­lega verið tal­inn hæf­ari í það verk­efni en sá leik­ur var tal­inn erfiðari. Mér var svo sem al­veg sama. Ég fékk leik og það var nóg fyr­ir mig. En því­lík­ur leik­ur sem það varð. Dal­vík var búið að tryggja sér sæti í næst efstu deild þegar að þess­um leik var komið. Þeir urðu þó að vinna til að vinna deild­ina. Grótta hins­veg­ar þurfti nauðsyn­lega á sigri að halda til að eiga mögu­leika á því að halda sér uppi. Svo virðist sem að það hafi átt að verða „auðveld­ari“ leik­ur en þegar uppi var staðið var þetta einn erfiðasti leik­ur sem ég hef dæmt og er eini leik­ur í sögu ís­lenskr­ar knatt­spyrnu í Íslands­móti í meist­ara­flokki til þessa sem hef­ur verið flautaður af vegna þess að það voru orðnir of fáir leik­menn inni á vell­in­um. Grótta komst í 2-0 í leikn­um og allt leit vel út hjá Grótt­unni. Í síðari hálfleik fór hins­veg­ar að síga á ógæfu­hliðina hjá liðinu. Leik­menn og vara­menn tóku að týn­ast af velli með rauð spjöld og Dal­vík tókst svo að lok­um að jafna leik­inn. Þegar hér var komið við sögu var búið að reka einn af bekkn­um hjá Gróttu ásamt þrem­ur úti­leik­mönn­um. Síðan ger­ist það á 84. Mín­útu að Dal­vík skor­ar og kemst þar með yfir. Við það verður allt vit­laust en Gróttu­menn vildu meina að leikmaður­inn sem skoraði hefði verið rang­stæður og hópuðust því að aðstoðardóm­ara leiks­ins. Það endaði með því að einn úti­leikmaður Gróttu ásamt þjálf­ara liðsins sem gerði sér lítið fyr­ir og hljóp yfir all­ann völl­inn til að mót­mæla fengu rauða spjaldið og því var ekk­ert annað í stöðunni en að flauta þenn­an leik af. Sam­kvæmt regl­um þess tíma bar að flauta leik af ef leik­menn væru orðnir færri en átta á vell­in­um. Ári síðar var því breytt í að væru leik­menn orðnir færri en sjö yrði að slíta leik. Áhorf­end­ur og vall­ar­starfs­menn veitt­ust að mér eft­ir leik en eng­inn var lam­inn. Nokkru síðar hitt­ust svo all­ir Lands­dóm­ar­ar lands­ins í teiti sem við höld­um eft­ir síðustu um­ferð hvers árs og ein­mitt í því teiti fékk ég viður­nefnið Rauði Barón­inn. Það var eng­inn ann­ar en einn af mín­um upp­á­halds­dómur­um, Gylfi Þór Orra­son, sem kom með þetta viður­nefni en hann öskraði yfir sal­inn þegar ég mætti, „Nei, er þetta ekki Rauði Barón­inn“. Þetta ár fékk svo einnig minn fyrsta leik sem dóm­ari í efstu deild kvenna og minn fyrsta leik sem aðstoðardóm­ari í efstu deild karla. Þess má geta að dóm­ar­inn sem fékk Ægis­leik­inn var ekki sátt­ur eft­ir lokaum­ferðina. Hann átti jú að dæma Gróttu­leik­inn.

Í lok árs­ins 1996 fékk ég svo annað sím­tal frá Hall­dóri B. Jóns­syni for­manni dóm­ara­nefnd­ar KSÍ þar sem hann til­kynnti mér að frá og með 1997 ætti ég að dæma í næst efstu deild karla, svo­kallaður B-Dóm­ari og ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég fékk sím­talið. Þarna var minn kom­inn á skrið og var sátt­ast­ur allra manna. Fyrst ég var kom­inn í hóp næst­bestu dóm­ara lands­ins ætlaði ég mér að halda mér þarna og síðan að kýla á það eft­ir ein­hver ár að reyna að kom­ast í hóp þeirra bestu. Það fór þó ekki þannig því að í lok árs­ins 1997 fékk ég enn eitt sím­talið frá Hall­dóri: „Þú ert kom­inn í deild þeirra bestu frá og með næsta keppn­is­tíma­bili“. Þá stóðst ég ekki mátið og hoppaði um í sóf­an­um heima eft­ir að sím­tali lauk. Árið 1997 gekk frá­bær­lega hjá mér og eft­ir því sem leið á það fann ég að ég ætti mögu­leika á að fara fljót­lega upp efstu deild og gerði ég mitt allra, allra besta það sem eft­ir var af tíma­bil­inu og það skilaði sér. Halló efsta deild 1998.

Ég dæmdi fjóra leiki í efstu deild karla árið 1998 að mig minn­ir... eða voru þeir sex? Man það ekki. Fyrsti leik­ur­inn minn var leik­ur ÍR vs ÍBV og það voru eng­ir titt­ir sem spiluðu þenn­an leik. Sæv­ar Þór Gísla­son var í treyju ÍR þetta árið og í ÍBV voru leik­menn eins og m.a. Hlyn­ur Stef­áns­son og Stein­grím­ur Jó­hann­es­son heit­inn. Þið getið rétt ímyndað ykk­ur stressið að vera að fara að dæma fyrsta leik­inn í efstu deild karla. En mín­um tókst það og endaði leik­ur­inn 1-0 fyr­ir ÍR sem reynd­ar féll þetta árið á meðan ÍBV varð tvö­fald­ur meist­ari. Árið var svo kór­ónað þegar ég var svo val­inn til að vera fjórði dóm­ari á bikar­úr­slita­leik ÍBV vs Leift­ur en Krist­inn Jak­obs­son dæmdi leik­inn.

Raðspjaldið, þó að það hafi orðið til árið 1991, varð svo að orði í orðabók knatt­spyrn­un­ar árið 2000 þegar ég dæmdi leik Breiðablik vs Leift­ur. Ég man ekki al­veg hvernig leik­ur­inn endaði en á ein­um tíma­punkt­in­um dæmdi ég víti á Leift­ur í leikn­um. Leift­urs­menn var ekki par hrifn­ir af því og mót­mæltu og eltu mig ein­ir fjór­ir leik­menn Leift­urs þar sem ég gekk í burtu. Ég varaði þá við að ef þeir myndu ekki hætta að elta mig myndi ég spjalda þá alla. Þeir eltu og fengu að laun­um all­ir fjór­ir gult spjald. Raðspjaldið var orðið til. Árið eft­ir gerðist svo aft­ur það sama í leik KR vs Breiðablik en þá fengu þrír leik­menn Breiðablik hið svo­kallaða raðspjald. Raðspjaldið hef­ur ekki verið notað síðan en til eru mun betri aðferðir en raðspjaldið til að tak­ast á við leik­menn sem láta sér ekki segj­ast. Árið 2000 dæmdi ég svo minn fyrsta og eina bikar­úr­slita­leik kvenna. Það var leik­ur á milli KR og Breiðabliks.

Árið 2003 var nokkuð merki­legt ár. Lee nokk­ur Sharpe, fyrr­um leikmaður Manchester United, ákvað að skella sér til Íslands og spila fót­bolta 32 ára gam­all með liði Grinda­vík­ur þetta sum­arið. Flest­ir ættu að vera farn­ir að vita að ég er mik­ill stuðnings­maður Manchester United og bað ég þess heitt að fá að dæma leik hjá mann­in­um sem hafði orðið þris­var sinn­um Eng­lands­meist­ari með fé­lag­inu, tvisvar sinn­um FA Cup meist­ari, Deilda­bikar­meist­ari einu sinni, UEFA Cup meist­ari einu sinni, og val­inn efni­leg­asti leikmaður Eng­lands árið 1991. Svo kom að því að ég fékk leik­inn sem ég þráði svo heitt. Ég man ekki á móti hverj­um Grinda­vík spilaði en það skipt­ir ekki mestu máli. Það sem skipti mestu máli var það að ég fékk að dæma leik hjá Lee Sharpe, já og náði meira að segja að spjalda hann með gulu í leikn­um við lít­inn fögnuð hans. Sharpe-inn yf­ir­gaf svo landið eft­ir ein­hverja sjö leiki með Grinda­vík og náði ég ein­um þeirra. Síðar þetta ár dæmdi ég minn fyrsta bikar­úr­slita­leik, FH vs ÍA, þar sem ÍA fór með sig­ur af hólmi 1-0 með marki frá nafna mín­um Gunn­laugs­syni þegar um kort­er var eft­ir af leikn­um. Hann var þá ennþá með hár en mitt löngu farið.

Árið 2004 er lík­lega mitt upp­á­halds ár sem knatt­spyrnu­dóm­ari. Tíma­bilið gekk frá­bær­lega vel og und­ir lok­in var ég svo val­inn besti dóm­ar­inn á Íslandi. Ég trúði því varla þegar nafnið mitt var lesið upp og var minn í skýj­un­um með titil­inn. Árin 2006 og 2007 var ég einnig val­inn besti dóm­ar­inn. En ég átti eft­ir að fá eitt sím­tal í viðbót frá Hall­dóri B. Ég hafði grun um það en Dóri gamli til­kynnti mér það síðar á ár­inu að ég væri orðinn alþjóðleg­ur knatt­spyrnu­dóm­ari. Ég hafði unnið hart að því að reyna að verða einn af þeim bestu frá ár­inu 1995 og núna hafði það tek­ist. Ég var orðinn einn af þeim bestu og má bæta því við að einn af þeim dómur­um sem voru með mér á nýliðaráðstefnu UEFA í Frakklandi árið 2005 var maður að nafni How­ard Webb en ein­hverj­ir ættu að kann­ast við kauða. Það má líka bæta því við að við héld­um sam­an lít­inn hóp á ráðstefn­unni, ég, Webb-inn, dóm­ari frá Skotlandi og dóm­ari frá N-Írlandi.

Ég varð að leggja flaut­una á hill­una árið 2010. Árin 2008 og 2009 átti ég í bar­áttu við meiðsli sem á end­an­um höfðu bet­ur. Þegar tölu­vert var liðið á tíma­bilið árið 2009 var ég stadd­ur í Tyrklandi í brúðkaups­ferðinni minni en eft­ir hana átti ég að fara til Bosn­íu og dæma þar leiki í U17 landsliða. Ég var að spyrna mér frá sund­laug­ar­bakk­an­um þegar ég fann fyr­ir smell í öðru hnénu og gat varla gengið. Nógu erfitt var að ganga áður en ég meidd­ist á hnénu og ekki batnaði ástandið við þetta. Bosn­íu­ferðin var ekki far­in og endaði ég á skurðar­borðinu og náði því ekki að klára tíma­bilið. Ég byrjaði svo að æfa nokkr­um vik­um síðar en átti í enda­laus­um meiðslum þenn­an vet­ur­inn sem endaði á því að ég mætti á fund hjá KSÍ í byrj­un árs 2010 þar sem ég til­kynnti að ég yrði að hætta vegna meiðsla. Þau voru þung spor­in þegar ég gekk út úr skrif­stof­unni og út í bíl. Ég var bú­inn að vera dóm­ari í rúm 20 ár en núna var þetta búið. Þetta var skrýt­in og óþægi­leg til­finn­ing en það var ekk­ert við því að gera. Flaut­an kom­in á hill­una og ég hellti mér í staðinn í eft­ir­litið og var í því út keppn­is­tíma­bilið 2010.

Keppn­is­tíma­bilið 2011 hóf ég sem eft­ir­litsmaður KSÍ. Ég var stadd­ur niðri á velli í Deilda­bik­arn­um og var að spjalla við dóm­ara leiks­ins, leik­menn, og þjálf­ara þegar ég fann það... Mig var farið að dauðlanga að dæma aft­ur... en gat ég það? Ég fann ekki leng­ur til í fót­un­um og bak­inu og ákvað því að hafa sam­band við þáver­andi formann dóm­ara­nefnd­ar, Gylfa Þór Orra­son, sem tók vel í það að ég færi að dæma aft­ur. Ég fór út að hlaupa og ég hélt að ég myndi dauður niður detta eft­ir fyrstu tvö hlaup­in enda ekki hreyft mig á annað ár. Síðan kom þetta allt sam­an og áður en ég vissi af var ég far­inn að dæma aft­ur. Takk Gylfi og KSÍ fyr­ir að hafa tekið við mér aft­ur.

Núna er ég hætt­ur í annað sinn en í þetta sinn er ég end­an­lega hætt­ur.... Næst­um því reynd­ar. Árin eft­ir að ég kom inn aft­ur hafa verið frá­bær og hef ég oft sagt við sjálf­an mig að ég hefði átt að hætta miklu fyrr því þá hefði ég verið frá­bær í ennþá fleiri ár eft­ir að ég kom inn aft­ur. Ég fékk bikar­úr­slita­leik­inn aft­ur árið 2014 og árið eft­ir var ég svo fjórði dóm­ari hjá Er­lendi Ei­ríks­syni en við erum einu dóm­ar­arn­ir í dag (hann er reynd­ar sá eini núna eft­ir að ég er hætt­ur) sem tóku dóm­ara­prófið á ní­unda ára­tugn­um. Maður er bú­inn að standa í þessu í 30 ár en núna taka aðrir hlut­ir við. Ég á þó einn leik eft­ir... Ég ætla að ljúka ferl­in­um þar sem ég hóf hann... Á stokks­eyri!

Garðar Örn Hinriksson, Gunnar Már Guðmundsson og Veigar Páll Gunnarsson
Garðar Örn Hinriks­son, Gunn­ar Már Guðmunds­son og Veig­ar Páll Gunn­ars­son mbl.is/​Golli
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert