ÍBV bar sigurorð af Fylki, 3:0, í þriðju umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Floridana-vellinum í Árbænum í kvöld. Eyjamenn hafa þar af leiðandi sjö stig eftir fjórar umferðir á meðan Fylkir er án stiga á botni deildarinnar.
ÍBV fékk óskabyrjun þegar Mikkel Maigaard Jakobsen kom liðinu yfir strax á þriðju mínútu leiksins. Sindri Snær Magnússon tvöfaldaði svo forystu ÍBV fimm mínútum síðar. Sigurður Grétar Benónýsson innsiglaði svo sigur ÍBV með marki sínu á 86. mínútu leiksins.
Fylkir | 0:3 | ÍBV | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Garðar Jóhannsson (Fylkir) á skalla sem fer framhjá | ||||
Augnablik — sæki gögn... |