Víðir, Vopnfirðingar og Vængir á flugi

Leikmenn Einherja fagna sigri á Vopnafjarðarvelli.
Leikmenn Einherja fagna sigri á Vopnafjarðarvelli. Ljósmynd/Facebook-Einherji

Ein­herji frá Vopnafirði, Víðir úr Garði og Væng­ir Júpíters úr Grafar­vogi eru öll með fullt hús stiga eft­ir þrjár fyrstu um­ferðirn­ar í 3. deild karla í knatt­spyrnu og unnu öll góða sigra í dag.

Ein­herji tók á móti nýliðum Þrótt­ar úr Vog­um í sann­kölluðum toppslag á Vopnafirði og höfðu heima­menn sig­ur, 3:2, í hörku­leik. Sverr­ir Hrafn Friðriks­son, fyr­irliðinn Sig­urður Donys Sig­urðsson og búlgarski kant­maður­inn Todor Hristov skoruðu fyr­ir Ein­herja en Krist­inn Aron Hjart­ar­son og Aron Elf­ar Jóns­son fyr­ir Voga­menn sem töpuðu sín­um fyrstu stig­um.

Víðis­menn eru á mik­illi sigl­ingu í deild og bik­ar og varn­ar­leik­ur­inn er greini­lega í lagi hjá gamla varn­ar­jaxl­in­um úr FH, Tommy Niel­sen, sem þjálf­ar liðið. Víðir hef­ur ekki fengið á sig mark í deild­inni og vann KFR ör­ugg­lega á heima­velli, 4:0. Helgi Þór Jóns­son hef­ur skorað grimmt í byrj­un tíma­bils og hann gerði tvö mark­anna en Mil­an Tasic og Tóm­as Jóns­son eitt hvor.

Væng­ir Júpíters, sem leika í fyrsta sinn í 3. deild eft­ir að hafa unnið 4. deild­ina í fyrra, eru með 9 stig eft­ir þrjá leiki og þeir unnu KFS frá Vest­manna­eyj­um 2:1 á gervi­grasvelli Fjöln­is. Ólaf­ur Árni Hall skoraði tvisvar á fyrstu 20 mín­út­un­um. Ant­on Bjarna­son minnkaði mun­inn fljót­lega fyr­ir Eyja­menn og þar við sat.

Tinda­stóll gerði góða ferð til Dal­vík­ur og vann þar heima­menn í Dal­vík/​Reyni 3:0 en þessi lið féllu bæði úr 2. deild­inni í fyrra. Ragn­ar Þór Gunn­ars­son, sem er í láni frá Sel­fossi, Benja­mín Gunn­laug­ar­son og Banda­ríkjamaður­inn Kenn­eth Hogg gerðu mörk Stól­anna.

Kári frá Akra­nesi, und­ir stjórn Sig­urðar Jóns­son­ar, vann Reyni suður í Sand­gerði, 4:2, í líf­leg­um leik. Tryggvi Hrafn Har­alds­son, lánsmaður frá ÍA sem lék nokkra leiki í úr­vals­deild­inni, skoraði þrennu fyr­ir Kára en hann er son­ur Har­alds Ing­ólfs­son­ar, fyrr­ver­andi landsliðs- og at­vinnu­manns. Sindri Snæ­fells Krist­ins­son gerði líka mark fyr­ir Kára en Þor­steinn Þor­steins­son og Birk­ir Freyr Sig­urðsson skoruðu fyr­ir Reyni.

Deild­in hef­ur held­ur bet­ur skipst í tvennt eft­ir fyrstu þrjár um­ferðirn­ar. Víðir, Ein­herji og Væng­ir Júpíters eru öll með 9 stig, Þrótt­ur Vog­um, Tinda­stóll og Kári eru öll með 6 stig, en hin fjög­ur liðin, Dal­vík/​Reyn­ir, Reyn­ir Sand­gerði, KFR og KFS, hafa öll tapað öll­um sín­um leikj­um.

Helgi Þór Jónsson fagnar öðru marka sinna fyrir Víði gegn …
Helgi Þór Jóns­son fagn­ar öðru marka sinna fyr­ir Víði gegn KFR í dag. Ljós­mynd/​Face­book-Víðir
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert