Atli er rifbeinsbrotinn

Atli Guðnason (11) verður frá keppni næstu vikurnar.
Atli Guðnason (11) verður frá keppni næstu vikurnar. mbl.is/Ófeigur

Sóknarmaður FH, Atli Guðnason, verður frá keppni í tvær til þrjár vikur en hann rifbeinsbrotnaði í leik gegn ÍBV í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær.

Atli var flutt­ur með sjúkra­bíl af Há­steinsvelli en hann virtist lenda illa eftir að hafa verið tæklaður á lokamínútu leiksins.

„Ég er rifbeinsbrotinn,“ sagði Atli í samtali við mbl.is nú í hádeginu. Hann vonast til að verða ekki lengur frá keppni en tvær vikur.

Fjarvera Atla er mikið áfall fyr­ir FH en liðið á fyr­ir hönd­um stór­leik gegn Dundalk í for­keppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar á miðviku­dag, mæt­ir ÍBV í undanúr­slit­um bik­ars­ins fyr­ir mánaðamót­in og er í mik­illi bar­áttu á toppi Pepsi-deild­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert