Berglind Björg aftur í Breiðablik

Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með Fylki.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með Fylki. Eggert Jóhannesson

Kvennalið Fylkis varð fyrir mikilli blóðtöku í dag er landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir samdi við Breiðablik. Hún er komin aftur á kunnuglegar slóðir en hún lék með Blikum til ársins 2010 og aftur 2013–2014.

Berglind, sem er fædd árið 1992, hefur gert 4 mörk í 8 leikjum í Pepsi-deild kvenna í sumar en hún hefur skorað meira en helming marka Fylkisliðsins. Liðið er í 7. sæti deildarinnar með 7 stig og hefur skorað 7 mörk.

Hún er því komin í Breiðablik í þriðja sinn en Berglind lék með yngri flokkum og síðan með meistaraflokki félagsins til ársins 2010. Þá fór hún til ÍBV í tvö ár, kom aftur í Breiðablik í tvö ár, en hefur svo spilað hálft annað ár með Fylki.

Hún gerir þriggja ára samning við félagið en ljóst er að þetta er mikil blóðtaka fyrir Eið Benedikt Eiðsson og stöllur hans í Fylki.

Berglind lék samtals 20 deildarleiki fyrir Fylki á tveimur tímabilum en hún gerði í þeim 16 mörk, auk þess að skora átta mörk í fjórum bikarleikjum fyrir Árbæjarliðið.

Hún hefur leikið 15 landsleiki fyrir íslenska landsliðið, sex þeirra á þessu ári, en ekki tekist að skora enn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert