Grindavík vann stórsigur á Haukum, sextán ára piltur tryggði Hugin sigur á Fjarðabyggð í grannaslag fyrir austan og Keflvíkingar komu sterkir til baka gegn HK í leikjum í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, sem var að ljúka.
Grindavík lagði Hauka 4:0 á Ásvöllum í kvöld. Grindvíkingar mættu sterkir til leiks og voru komnir 2:0 yfir eftir 17 mínútur með mörkum sem Alexander Veigar Þórarinsson og Juan Ortiz skoruðu. Þeir skoruðu þriðja markið á upphafsmínútum seinni hálfleiks og þar var Andri Rúnar Bjarnason að verki. Alexander Veigar Þórarinsson skoraði síðan sitt annað mark í leiknum um 20 mínútum síðar og gerði þar með út um leikinn.
Sigurinn styrkir toppbaráttu Grindavíkur. Liðið heldur sér í öðru sæti og er með 24 stig, fjórum stigum á undan Leikni Reykjavík sem á leik til góða. Haukar eru í þriðja neðsta sæti með 11 stig og þeir hafa nú tapað þremur leikjum í röð án þess að skora mark. Fyrir neðan þá eru Huginn sem hefur 9 stig og Leiknir F. með 7 stig.
Keflvíkingar unnu seiglusigur á HK í viðureign liðanna á Keflavíkurvelli. Lokatölur voru 3:2. HK komst í tvígang yfir með mörkum frá Hákoni Inga Jónssyni. Keflvíkingar létu það ekki á sig fá og jöfnuðu í tvígang. Það voru á ferð Magnús Þórir Matthíasson og Einar Orri Einarsson. Einar Orri skoraði svo sigurmarkið þegar tvær mínútur voru til leiksloka.
Keflavík færir sig nær toppbaráttunni. Þeir sitja í fimmta sæti með 18 stig, aðeins tveimur stigum frá öðru sæti. HK mistókst að koma sér frá hættusvæðinu og eru fjórða neðsta liðið með jafnmörg stig og Haukar, 11.
Huginn náði mikilvægum 1:0 sigri á heimavelli á Seyðisfirði gegn nágrönnum sínum frá Fjarðabyggð. Markalaust var fram að 86. mínútu þegar Stefán Ómar Magnússon, sextán ára leikmaður Hugins, setti boltann í netið.
Huginn kom sér úr botnsætinu og er nú næstneðstur, aðeins tveimur stigum á eftir Haukum og HK eins og áður kom fram. Fjarðabyggð situr þægilega í miðri deild með 13 stig. Þetta var fyrsti sigur Seyðfirðinga síðan þeir unnu Fjarðabyggð í fyrstu umferð deildarinnar.
Úrslitin í leikjunum:
Keflavík - HK 3:2
Huginn - Fjarðabyggð 1:0
Haukar - Grindavík 0:4
21.14 Leik Hugins og Fjarðabyggðar lokið. Lokatölur 1:0 fyrir Hugin.
21.09 Leik Keflavíkur og HK er lokið. Lokatölur 3-2 fyrir Keflvíkingum.
21.06 Leik Hauka og Grindavíkur er lokið. Lokatölur 4:0 fyrir Grindavík.
21.03 Mark! Keflvíkingar eru komnir yfir! Einar Orri Einarsson skorar aftur. Staðan er 3:2 fyrir Keflavík.
20.58 Mark! Stefán Ómar Magnússon skorar fyrsta mark leiksins. Staðan 1:0 fyrir Hugin.
20.42 Mark! Einar Orri Einarsson skorar jöfnunarmarkið fyrir Keflvík. Staðan er 2:2
20.38 Mark! Alexander Veigar Þórarinsson með sitt annað mark í leiknum. Staðan 4:0 fyrir Grindavík.
20.21 Mark! Andri Rúnar Bjarnason skorar þriðja mark Grindavíkur. Staðan er 3:0 fyrir Grindavík.
20.17 Seinni hálfur er hafinn í leikjunum.
20.02 Kominn hálfleikur í leikjunum
19.36 Mark! Juan Ortiz skorar fyrir Grindavík og eykur muninn. Staðan er 2:0 fyrir Grindavík
19.34 Mark! Hákon Ingi Jónsson með sitt annað mark og kemur HK yfir. Staðan er 2:1 fyrir HK
19.29 Mark! Magnús Þórir Matthíasson jafnar fyrir Keflavík. Staðan er 1:1
19.18 Mark! Alexander Veigar Þórarinsson skorar og kemur Grindavík yfir á Ásvöllum. Staðan er 0:1
19.17 Mark! Hákon Ingi Jónsson skorar fyrir HK og staðan er 1:0 fyrir gestunum.
19.15 Leikirnir eru farnir af stað!
0. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan
Byrjunarlið
Keflavík | HK | ||||||
Varamenn
Byrjunarlið
Huginn | Fjarðabyggð | ||||||
12 | Atli Gunnar Guðmundsson (M) | 1 | Sveinn Sigurður Jóhannesson (M) | ||||
3 | Blazo Lalevic | 2 | Emil Stefánsson | ||||
7 | Rúnar Freyr Þórhallsson | 3 | Sveinn Fannar Sæmundsson | ||||
8 | Diego Merchan Cabello | 6 | Stefán Þór Eysteinsson (F) | ||||
11 | Pétur Óskarsson | 7 | Loic Cédric Mbang Ondo | ||||
13 | Ingimar Jóhannsson | 8 | Aron Gauti Magnússon | ||||
15 | Jaime Jornet Guijarro | 11 | Andri Þór Magnússon | ||||
16 | Birkir Pálsson (F) | 16 | Fannar Árnason | ||||
17 | Ingólfur Árnason | 17 | Hákon Þór Sófusson | ||||
18 | Marko Nikolic | 20 | Brynjar Már Björnsson | ||||
22 | Ivan Eduardo Nobrega Silva | 22 | Jón Arnar Barðdal |
Varamenn
5 | Gauti Skúlason | 4 | Martin Sindri Rosenthal | ||||
6 | Kristján Smári Guðjónsson | 5 | Sverrir Mar Smárason | ||||
9 | Johnatan P. Alessandro Lama | 9 | Hlynur Bjarnason | ||||
14 | Stefán Ómar Magnússon | 13 | Víkingur Pálmason | ||||
23 | Elmar Bragi Einarsson | 18 | Marteinn Þór Pálmason | ||||
25 | Magnús Heiðdal Karlsson | 23 | Haraldur Þór Guðmundsson | ||||
25 | Sævar Örn Harðarson |
Byrjunarlið
Haukar | Grindavík | ||||||
14 | Terrance William Dieterich (M) | 1 | Kristijan Jajalo (M) | ||||
2 | Sindri Hrafn Jónsson | 5 | Francisco Eduardo Cruz Lemaur | ||||
4 | Aran Nganpanya | 6 | Rodrigo Gomes Mateo | ||||
8 | Daði Snær Ingason | 7 | William Daniels | ||||
9 | Elton Renato Livramento Barros | 8 | Gunnar Þorsteinsson | ||||
11 | Arnar Aðalgeirsson | 10 | Alexander Veigar Þórarinsson | ||||
15 | Birgir Magnús Birgisson | 11 | Ásgeir Þór Ingólfsson | ||||
17 | Gunnlaugur Fannar Guðmundsson | 14 | Andri Rúnar Bjarnason | ||||
18 | Daníel Snorri Guðlaugsson | 18 | Juan Manuel Ortiz Jimenez | ||||
22 | Aron Jóhannsson | 23 | Jósef Kristinn Jósefsson (F) | ||||
27 | Alexander Freyr Sindrason (F) | 24 | Björn Berg Bryde |
Varamenn
25 | Óskar Sigþórsson (M) | 29 | Anton Helgi Jóhannsson (M) | ||||
6 | Guðmundur Arnar Jónsson | 4 | Hákon Ívar Ólafsson | ||||
7 | Haukur Ásberg Hilmarsson | 9 | Matthías Örn Friðriksson | ||||
12 | Gunnar Jökull Johns | 19 | Óli Baldur Bjarnason | ||||
13 | Viktor Ingi Jónsson | 21 | Marinó Axel Helgason | ||||
23 | Dagur Dan Þórhallsson | 25 | Aron Freyr Róbertsson | ||||
26 | Alexander Helgason | 30 | Josiel Alves De Oliveira |
Tveir leikir fara síðan fram annað kvöld þegar Þór mætir Leikni R. á Akureyri og Fram tekur á móti KA á Laugardalsvellinum. Umferðinni lýkur á laugardaginn þegar Leiknir F. fær Selfoss í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá vefsíðunni úrslit.net.