Góð stig

„Þetta voru góð stig, enda erfiður völlur og við á móti góðu liði,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir góðan 2:0-sigur liðsins á Víkingum í Ólafsvík í 12. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Víkingar lagði Blika 1:2 í Kópavogi í fyrstu umferðinni og minnugur þess var Arnar ekkert í rónni á hliðarlínunni í kvöld. „Nei, manni líður ekkert vel að vera bara 1:0 yfir, sérstaklega ekki hér á móti Víkingum, en maður róaðist strax eftir annað markið.

Við erum á þeim stað í töflunni sem við viljum þó svo ég hefði ekkert á móti því að vera með fleiri stig. Stefnan er sett á að gera betur en í fyrra þótt það verði erfitt,“ sagði Arnar en Blikar urðu í öðru sæti í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert