Atli Viðar Björnsson setti í gærkvöld nýtt met sem sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk fyrir eitt félag í efstu deild karla í knattspyrnu hér á landi.
Hann gerði sitt 110. mark fyrir FH í deildinni þegar hann jafnaði metin gegn ÍA á Akranesi í fyrri hálfleiknum, 1:1.
Þar með fór Atli fram úr Inga Birni Albertssyni sem skoraði 109 mörk fyrir Val á sínum tíma. Atli hefur skorað öll 111 mörkin fyrir FH en hann skoraði tvö í gær.
Ingi Björn gerði á hinn bóginn 126 mörk samtals fyrir Val og FH en markametið á Tryggvi Guðmundsson sem gerði 131 mark í deildinni.