Stjarnan eykur forskotið

Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar skýtur að marki Fylkis og María …
Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar skýtur að marki Fylkis og María Rós Arngrímsdóttir, leikmaður Fylksi er til varnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjarnan sigraði Fylki 3:0 þegar liðin mættust í 12. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Fylkisvelli í kvöld. Gegnum leikinn hafði Stjarnan góð tök á spilinu, var ekki að fara of langt upp völlinn og virtist vilja sigla þessu örugglega í höfn.

Fyrsta mark leiksins skoraði Harpa Þorsteinsdóttir á 21. mínútu. Hún sendi á Þórdísi Sigfúsdóttur sem stóð við teigsmörkin, fékk boltann aftur í góðu færi og setti hann örugglega í neðra hornið fram hjá Audrey í markin.

Á 70. mínútu bætti Þórdís H. Sigfúsdóttir við öðru marki Stjörnukvenna þegar hún komst í dauðafæri í teignum eftir stungu frá Önu Cate og kláraði það laglega.

Stjarnan gerði endanlega út um leikinn tveimur mínútum síðar þegar Harpa tók lága og fasta aukaspyrnu af hægri kantinum inn í teig og þar var Ana sem potaði boltanum inn til að koma Stjörnunni þremur mörkum yfir.  

Með sigrinum kemur Stjarnan sé þægilega fyrri í efsta sætinu, sérstaklega í ljósi jafnteflisins í leik Breiðabliks gegn Þór/KA í kvöld. Stjarnan er núna með 31 stig, tveimur stigum meira en Breiðablik og á leik til góða. 

Fylkir 0:3 Stjarnan opna loka
90. mín. Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert