Þetta eru flottir gaurar

„Þetta var eiginlega mjög lélegt hjá okkur og gott hjá þeim,“ sagði Orri Sigurður Ómarsson, miðvörður íslenska U21-landsliðsins í knattspyrnu, eftir 2:0-tapið gegn Frakklandi í undankeppni EM í kvöld.

„Þeir voru bara öruggari með boltann, rólegir og spiluðu á milli sín. Þegar við fengum boltann fannst mér vera stress í mönnum. Við misstum boltann allt of auðveldlega, snertingarnar voru lélegar og þetta var bara ekki okkar dagur. Við gerðum þeim frekar auðvelt fyrir,“ sagði Orri við KSÍ.

„Þetta eru flottir gaurar, með mjög gott lið. Þeir eru hraðir fram og við hefðum átt að gera betur í að verjast því, en svo fór sem fór,“ bætti hann við.

Nánar er rætt við Orra í meðfylgjandi myndskeiði frá KSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert