Þó að Harpa Þorsteinsdóttir léki ekki tvo síðustu leiki Íslands í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu endaði hún sem markahæsti leikmaður allrar undankeppninnar.
Harpa skoraði 10 mörk í þeim sex leikjum sem hún lék með íslenska liðinu í keppninni. Tvær aðrar náðu að komast upp í tíu mörk í lokaumferðinni en spiluðu báðar alla átta leiki síns liðs. Það voru Jane Ross, sem gerði bæði mörk Skota í sigrinum á Íslandi í gær, og knattspyrnukona ársins í Evrópu, Ada Hegerberg, sem skoraði þrennu fyrir Noreg í 5:0 sigri á Ísrael í fyrradag.
Dagný Brynjarsdóttir var skammt undan en hún var fimmta markahæst ásamt nokkrum fleirum með 7 mörk í undankeppninni.