ÍBV sigraði Val, 4:0, í 21. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Vestmannaeyjum í dag. Eyjamenn fara upp úr fallsæti, eru nú með 22 stig í 9. sæti deildarinnar. Valur er með 32 stig í 6. sæti.
Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigri heimamanna. Hafsteinn Briem kom þeim yfir með skallamarki eftir hornspyrnu Simon Smidt.
Aron Bjarnason bætti tveimur mörkum við. Fyrst skoraði hann á 33. mínútu eftir sendingu Maaigard og sjö mínútum síðar skoraði með góðu skoti eftir laglega stungusendingu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar.
Staðan 3:0 að loknum fyrri hálfleik. Aron Bjarnason skoraði þriðja mark sitt og fjórða mark heimamanna fimm mínútum fyrir leikslok með skoti eftir sendingu Elvars Inga Vignissonar.
Eyjamenn fögnuðu lífsnauðsynlegum sigri og komust upp í 9. sæti deildarinnar.
ÍBV | 4:0 | Valur | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV) kemur inn á | ||||
Augnablik — sæki gögn... |