Þróttur fallinn og Fylkir stendur illa að vígi

Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, og Garðar Jóhannsson, Fylkismaður, í baráttunni …
Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, og Garðar Jóhannsson, Fylkismaður, í baráttunni í Árbænumí dag. mbl.is/Golli

Fylkir og Þróttur skildu jöfn, 2:2, í viðureign liðanna í Árbænum í dag. Þróttarar eru þar með fallir úr deildinni og staða Fylkismanna er orðin svört en liðið er í næst neðsta sæti, er tveimur stigum á eftir fyrir lokaumferðina.

Eini möguleiki Fylkismanna að halda sæti sínu í deildinni er að leggja KR-inga að velli í Frostaskjólinu í lokaumferð deildarinnar sem fram fer á laugardaginn.

Garðar Jóhannsson og Ragnar Bragi Sveinsson skoruðu mörk Fylkismanna en Karl Brynjar Björnsson og Guðmundur Friðriksson settu mörkin fyrir Þróttara.

Fylkismenn byrjuðu leikinn töluvert betur og ljóst að þeir ætluðu sér sigur í leiknum og ekkert annað. Þeir sóttu strax mikið að marki Þróttara og lá mark í loftinu. Það voru aftur á móti Þróttarar sem skoruðu nokkuð gegn gangi leiksins og því um sannkallað reiðarslag að ræða fyrir heimamenn.

Þeir voru samt fljótir að ná áttum. Fimm mínútum síðar voru þeir búnir að jafna metin og aðeins tveimur mínútum eftir jöfnunarmarkið kom annað mark, sannarlega kærkomið fyrir heimamenn sem voru með bakið uppi við vegg. Heldur betur æsilegur 8 mínútna kafli þar á ferðinni.

Fylkismenn sóttu nokkuð upp hægri kantinn í fyrri hálfleik, oftast með góðum árangri. Töluvert vantaði upp á völdun hjá Þrótturum í fyrirgjöfunum, þar á meðal í marki Garðars.

Seinni hálfleikur var daufur framan af. Fylkismenn voru meira en boltann er náðu ekki að skapa sér opin marktækifæri.

Þróttarar jöfnuðu þegar hálftími var eftir af leiknum, aftur gegn gangi leiksins. Þá rönkuðu heimamenn við sér og sóttu grimmt það sem eftir lifði leiksins. Þeir áttu mörg skot að marki en flest fóru þeir í varnarmann eða beint á Arnar Darra í marki Þróttar.

Á 69. mínútu var Ragnar Bragi nálægt því að ná til boltans eftir góða fyrirgjöf. Hann vildi meina að togað hefði verið í sig en ekkert var dæmt.

Tíu mínútum síðar var Albert nálægt því að skora fyrir Fylki þegar skalli hans fór framhjá eftir hornspyrnu.

Besta færið þeirra í hálfleiknum fékk líklega José Enrique er hann fékk opið skot utarlega í vítateigum. Skotið var fast en Arnar Darri gerði vel í markinu. 

Þróttarar fengu nokkrar skyndisóknir í lokin eftir að Fylkismenn voru komnir með marga menn fram á völlinn en náðu ekki  að nýta sér þær.

Þessi úrslit eru mikil vonbrigði fyrir Fylkismenn í fallbaráttunni en Þróttarar eru endanlega fallnir úr Pepsi-deildinni eftir þetta jafntefli.

Fylkismenn eiga enn möguleika á að halda sér í deildinni. Þeir þurfa hagstæð úrslit í lokaumferðinni. Ólsarar þurfa þá að tapa fyrir Stjörnunni í Garðabænum en Fylkismenn að leggja KR-inga af velli í Frostaskjóli.

Fylkir 2:2 Þróttur opna loka
90. mín. José Sito Seoane (Fylkir) á skot sem er varið Þetta var hörkuskot hjá José en Arnar varði meistaralega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka