Ólsarar búnir að áfrýja

Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur.
Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum búnir að áfrýja þessum úrskurði til KSÍ og við vonumst eftir því að niðurstaða fáist á morgun,“ sagði Jónas Gestur Jónasson formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur við mbl.is.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag var hefur Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðað Pontus Nordenberg leikmann Víkings Ólafsvíkur í eins leiks bann vegna ummæla sem hann lét falla í garð dómara eftir leik liðsins gegn Fylki í Pepsi-deildinni á dögunum.

Áður höfðu þeir Eg­ill Jóns­son, Pape Mama­dou Faye og Tom­asz Luba voru allir úrskurðaðir í eins leiks bann í vikunni vegna fjölda gulra spjalda.

Víkingar eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni en Stjarnan er í slagnum um að vinna sér sæti í Evrópukeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert