„Ég er alveg gríðarlega stolt“

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar fagnar í leikslok.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar fagnar í leikslok. mbl.is/Eggert

„Mér finnst þessi tit­ill og sá fyrsti 2011 vera í sér­flokki,“ sagði Ásgerður Stef­an­ía Bald­urs­dótt­ir, fyr­irliði Stjörn­unn­ar, í sam­tali við mbl.is eft­ir að hafa skömmu áður lyft Íslands­meist­ara­bik­arn­um eft­ir 4:0 sig­ur á FH í lokaum­ferð Pepsi-deild­ar kvenna í knatt­spyrnu. Þetta var fjórði tit­ill fé­lags­ins á síðustu sex árum.

Sjá frétt mbl.is: Stjarn­an Íslands­meist­ari í fjórða sinn

„Í ár er mótið eitt það sterk­asta sem ég hef spilað og svo misst­um við marga leik­menn fyr­ir tíma­bilið og á tíma­bil­inu. Það er ótrú­legt að standa hér og lyfta bik­arn­um fyr­ir fram­an fulla stúku af Garðbæ­ing­um. Ég er al­veg gríðarlega stolt,“ sagði Ásgerður og það stóð ekki á svari þegar blaðamaður spurði hvernig væri að vera fyr­irliði svona liðs.

„Það er eig­in­lega magnað og ég er ótrú­lega stolt af því að hafa verið fyr­irliði liðsins núna í fjög­ur ár. Það er eig­in­lega ekki hægt að lýsa því hvernig þetta er fyrr en maður kem­ur inn í liðið. Það eru ótrú­leg­ir karakt­er­ar hér og liðsheild­in er því­lík. Það skipt­ir engu hvað ger­ist, það stíg­ur alltaf ein­hver upp og það er mögnuð til­finn­ing,“ sagði Ásgerður.

„Ég trompa hann alltaf“

Hún læt­ur ávallt finna vel fyr­ir sér á miðjunni og skoraði eitt af fjór­um mörk­um liðsins í dag. Það var henn­ar fyrsta og eina mark í sum­ar – var hún að spara þetta fram í loka­leik­inn?

„Ég skoraði átta mörk í fyrra og var næst­marka­hæst á eft­ir Hörpu. Reynd­ar 25 mörk­um á eft­ir henni samt,“ sagði Ásgerður og skellti upp úr. „Ég er búin að fá nokk­ur dauðafæri í sum­ar og fékk ör­ugg­lega ein­hver fjög­ur dauðafæri í dag. Að hafa skorað eitt er nóg fyr­ir mig,“ sagði Ásgerður.

Unnusti Ásgerðar er knatt­spyrnumaður­inn Almarr Ormars­son, sem vann 1. deild­ina með KA fyrr í mánuðinum. Verður ein­hver met­ing­ur á heim­il­inu um titla?

„Það er ekki hægt að met­ast um þetta, ég trompa hann alltaf. Hann hef­ur aldrei orðið Íslands­meist­ari og þó ég sé mjög stolt af því sem hann gerði þá er ekki hægt að met­ast um þetta. Hann fær al­veg að vita af því,“ sagði Ásgerður Stef­an­ía og hló í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka