Agla María Albertsdóttir, hinn efnilegi sóknarmaður Stjörnunnar, var að vonum kampakát í samtali við mbl.is eftir að liðið varð Íslandsmeistari með 4:0 sigri á FH í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í dag.
Sjá frétt mbl.is: Stjarnan Íslandsmeistari í fjórða sinn
„Tilfinningin er mjög góð, alveg virkilega. Liðsheildin er gríðarlega sterk, við erum allar til taks fyrir hver aðra inni á vellinum. Það eru líka mjög efnilegir leikmenn hérna sem munu taka við á næstu árum,“ sagði Agla María, sem var að ljúka sínu fyrsta alvörutímabili í meistaraflokki ef svo má segja.
„Eftir að ég fékk sénsinn seinni hluta sumars þá hefur verið stígandi í þessu hjá mér og ég mun bara byggja á þessu,“ sagði Agla María Albertsdóttir við mbl.is.