Þetta gerist ekki betra

Ólafur Þór Guðbjörnsson.
Ólafur Þór Guðbjörnsson. mbl.is/Eva Björk

Ólaf­ur Þór Guðbjörns­son, þjálf­ari nýkrýndra Íslands­meist­ara Stjörn­unn­ar, var að von­um sátt­ur þegar mbl.is tók hann tali eft­ir 4:0 sig­ur liðsins í lokaum­ferð Pepsi-deild­ar kvenna í knatt­spyrnu í dag. Hann seg­ir það alltaf jafn sætt að taka titil­inn.

„Eng­in spurn­ing; á þess­um velli, í þessu veðri og með þessa frá­bæru áhorf­end­ur. Það ger­ist ekki betra,“ sagði Ólaf­ur og er ánægður með hvernig liðið hef­ur tek­ist á við tíma­bilið.

Sjá frétt mbl.is: Stjarn­an Íslands­meist­ari í fjórða sinn

„Þetta hef­ur kannski verið pínu rúss­íbani í sum­ar, ekki stiga­lega séð þó þar sem við höf­um verið á toppn­um nán­ast í allt sum­ar nema í eina eða tvær um­ferðir. En það sem hef­ur komið upp á hef­ur verið svo­lít­ill rúss­íbani, en bara eitt­hvað sem við höf­um þurft að tak­ast á við. Hóp­ur­inn hef­ur staðið sig frá­bær­lega í því,“ sagði Ólaf­ur.

Hann stýrði Stjörnuliðinu til Íslands­meist­ara­titils 2014, en í fyrra þurfti liðið að láta sér annað sætið að góðu. Það átti ekki að sætta sig við það lengi.

„Það kom ekk­ert annað til greina þegar við töpuðum titl­in­um í fyrra en að fá hann hingað aft­ur og við ætluðum okk­ur það. Það hef­ur verið mikið lagt á sig til þess og virki­lega ánægju­legt að upp­skera svona,“ sagði Ólaf­ur og seg­ir frek­ari upp­bygg­ingu framund­an.

„Við erum að sjá ung­ar stelp­ur úr Stjörn­unni að koma inn á og standa sig vel. Hóp­ur­inn er flott­ur og nú er bara að halda áfram, það er ekk­ert annað í stöðunni,“ sagði Ólaf­ur Þór Guðbjörns­son við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka