Þrjúhundruð sinnum skemmtilegra en að fagna af bekknum

Berglind Hrund Jónasdóttir.
Berglind Hrund Jónasdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er ennþá að reyna að átta mig,“ sagði Berg­lind Hrund Jón­as­dótt­ir, markvörður nýkrýndra Íslands­meist­ara Stjörn­unn­ar, í sam­tali við mbl.is eft­ir að liðið varð meist­ari með 4:0-sigri á FH í lokaum­ferð Pepsi-deild­ar kvenna í knatt­spyrnu í dag.

Sjá frétt mbl.is: Stjarn­an Íslands­meist­ari í fjórða sinn

„Þetta er al­veg geggjað, mér finnst eins og tíma­bilið sé ekki búið. Ég er ennþá að reyna að átta mig á þessu. Þetta er sturlun,“ sagði Berg­lind og vissi vart í hvorn fót­inn hún ætti að stíga fyr­ir kæti. Hún var að spila sitt fyrsta tíma­bil sem aðal­markvörður liðsins eft­ir að hafa fengið traustið í vor með brott­hvarfi Söndru Sig­urðardótt­ur. Hvernig er að upp­skera svona?

„Þetta er svona þrjúhundruð sinn­um skemmti­legra en að vera á bekkn­um og fagna titl­in­um þannig. Það er geggjað að vera svona stórt hlut­verk í svona geggjuðum hóp,“ sagði Berg­lind og sparaði ekki áhersl­urn­ar á lýs­ing­ar­orðunum. Hún, eins og fleiri leik­menn Stjörn­unn­ar, töluðu mikið um liðsheild­ina í hópn­um.

„Liðsheild­in er al­veg mögnuð, flest­ar bún­ar að vera eitt­hvað meidd­ar í sum­ar og hafa misst af leikj­um. En það skipt­ir engu máli hvað þú heit­ir, bara kem­ur inn og stend­ur þig,“ sagði Berg­lind og svaraði að bragði þegar blaðamaður spurði hana um fögnuðinn framund­an í kvöld.

„Eins og Elli mark­mannsþjálf­ari seg­ir: Stóri Sum­mers­by-dag­ur­inn!“ sagði Berg­lind Hrund him­insæl við mbl.is, en hún er yngsti markvörður­inn sem verður Íslands­meist­ari í tólf ár.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka