„Ég er svo þakklát“

Harpa Þorsteinsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn í gær.
Harpa Þorsteinsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta hef­ur verið smá rúss­íbani fyr­ir mig í sum­ar, ég viður­kenni það al­veg,“ sagði marka­drottn­ing­in Harpa Þor­steins­dótt­ir, leikmaður Íslands­meist­ara Stjörn­unn­ar, þegar Morg­un­blaðið tók hana tali eft­ir að Garðbæ­ing­ar höfðu tryggt sér sinn fjórða Íslands­meist­ara­titil á sex árum með sigri á FH, 4:0, í lokaum­ferð deild­ar­inn­ar í gær.

Áður en Íslands­meist­ara­bik­ar­inn fór á loft fékk Harpa sjálf tvær viður­kenn­ing­ar; ann­ars veg­ar sem besti leikmaður deild­ar­inn­ar eft­ir kosn­ingu leik­manna og svo sem marka­hæsti leikmaður­inn með tutt­ugu mörk í sex­tán leikj­um. Þetta er jafn­framt í þriðja sinn á síðustu fjór­um árum sem Harpa fær þess­ar viður­kenn­ing­ar.

„Þetta er bara fá­rán­legt eig­in­lega. Fyr­ir fjór­um árum hefði ég ekki trúað þessu. Ég er svo þakk­lát, en þetta eru verðlaun fyr­ir liðið líka. Þegar liðið spil­ar svona þá nýt ég góðs af því. Að Stjarn­an sé að skila inn svona mörg­um verðlaun­um á þess­um fáu árum er eig­in­lega bara ótrú­legt,“ sagði Harpa.

Sjá viðtal við Hörpu í heild í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka