Alfreð Elías tekur við Selfossi

Alfreð Elías Jóhannsson.
Alfreð Elías Jóhannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alfreð Elías Jóhannsson er tekinn við kvennaliði Selfoss í knattspyrnu sem mun leika í 1. deildinni á næstu leiktíð. Jóhann Ólafur Sigurðsson mun aðstoða Alfreð en sunnlenska.is greinir frá.

Alfreð Elías tekur við liðinu af Guðjóni Bjarna Hálfdánssyni sem stýrði Selfossi í síðustu leikjum liðsins í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið féll úr deildinni í lokaumferðinni á föstudaginn síðasta.

Alfreð starfaði síðast sem þjálfari ÍBV í úrvalsdeild karla en hann tók við liðinu er langt var liðið á nýafstaðið tímabil ásamt Ian Jeffs. Þar áður var Alfreð þjálfari Ægis frá Þorlákshöfn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert