Dagur æfir með Gent

Dagur Dan Þórhallsson á æfingunni í morgun.
Dagur Dan Þórhallsson á æfingunni í morgun. Ljósmynd/Kristján Bernburg

Dagur Dan Þórhallsson, sextán ára knattspyrnumaður úr Haukum í Hafnarfirði og leikmaður U17 ára landsliðs Íslands, æfir þessa dagana hjá belgíska A-deildarfélaginu Gent.

Dagur, sem leikur á miðjunni, var enn í 3. flokki á þessu ári en lék samt sex leiki með Haukum í 1. deildinni, fjóra þeirra í byrjunarliðinu. Þá hefur hann spilað sjö leiki með U17 ára landsliðinu á þessu ári.

Hann kom til félagsins á sunnudaginn og æfir út þessa viku með unglingaliði og varaliði félagsins. Kristján Bernburg tók meðfylgjandi myndir af honum á æfingunni í morgun. 

Þess má geta að Þórhallur Dan Jóhannsson, faðir Dags, átti langan feril í fótboltanum og spilaði lengst af með Fylki en einnig KR, Fram, Haukum, Álftanesi og danska liðinu Vejle á 24 ára meistaraflokksferli, auk þess að spila með landsliðum Íslands í öllum aldursflokkum.

Dagur Dan Jóhannsson ásamt þjálfara unglingaliðs Gent.
Dagur Dan Jóhannsson ásamt þjálfara unglingaliðs Gent. Ljósmynd/Kristján Bernburg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert