Sigurmarkið var kolólöglegt

Hans Backe, þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyru á hliðarlínunni í …
Hans Backe, þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyru á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018. AFP

„Í fyrsta lagi var þetta rangstaða, í öðru lagi var hendi í aðdragandanum og í þriðja lagi fór boltinn ekki yfir línuna. Þetta er algert hneyksli og mér fannst öll vafaatriði falla þeim í hag,“ sagði Hans Backe, þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu eftir 3:2 sigur Íslands gegn Finnlandi í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvellinum í kvöld. 

„Við áttum skilið allavega stig úr þessum leik og jafnvel öll stigin þrjú. Við höfðum varist þeirra sóknaraðgeðrum fram í uppbótartíma og gert það vel. Mér fannst við spila vel í þessum leik og það er afar svekkjandi að fá ekkert út úr þessum leik þar sem frammistaðan okkar var góð,“ sagði Backe um spilamennsku finnska liðsins.

„Við höfum spilað öflugan varnarleik með leikkerfinu 5:3:2 í vináttulandsleikjunum í undanfara þessa leiks. Við gáfum fá færi á okkur, en við féllum ósjálfrátt of langt til baka og þeir náðu að setja pressu á okkur úr föstum leikatriðum. Þeir settu bakverði sína síðan hátt upp á völlinn og náðu að koma fyrirgjöfum inn i vítateiginn og upp úr því koma mörkin,“ sagði Backe enn fremur um spilamennsku finnska liðsins.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert