„Ævintýrið heldur áfram“

Gylfi Þór Sigurðsson á fullri ferð í leiknum við Finna …
Gylfi Þór Sigurðsson á fullri ferð í leiknum við Finna á Laugardalsvelli í gærkvöldi. mbl.is/Golli

„Ævintýrið heldur áfram,“ sagði Logi Ólafsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hans að loknum ævintýralegum sigri á Finnum 3:2 í gærkvöldi.

„Sigrarnir verða ekki mikið sætari en þetta. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki leikið neitt sérstaklega vel þá finnst manni það vera styrkleikamerki hópsins að knýja fram sigur. Þar sannaðist hið fornkveðna að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af. Mér fannst jákvæðast við leikinn að menn héldu áfram þótt þeim tækist ekki að sýna sínar bestu hliðar,“ sagði Logi og var á svipuðum nótum og Heimir Hallgrímsson að leiknum loknum sem sagði úrslitin sýna seigluna í landsliðinu.

„Ég tek alveg heils hugar undir það. Krafturinn sem menn sýndu var áþreifanlegur. Ef ekki gengur vel, eins og í sendingum og í vörninni, þá geta menn alltaf lagt á sig mikla vinnu og það er kannski það einfaldasta í íþróttinni. Ég held að það hafi gert það að verkum að þeir unnu leikinn.“

Lengra viðtal við Loga er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. Þar er einnig fjallað ítarlega um sigurleik Íslands á Finnum í undankeppni HM karla í knattspyrnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert