Kristinn með mörg járn í eldinum

Kristinn Freyr Sigurðsson fagnar marki með félögum sínum í Pepsi-deildinni …
Kristinn Freyr Sigurðsson fagnar marki með félögum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. mbl.is/Golli

Kristinn Freyr Sigurðsson, besti leikmaður Pepsi-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð, er með mörg járn í eldinum. Sænsku úrvalsdeildarliðin Sundsvall og Östersunds hafa mikinn áhuga á að fá hann til liðs við sig og hafa boðið honum að koma að skoða aðstæður, Valsmenn vilja halda Kristni í sínum herbúðum og Íslandsmeistarar FH hafa sett sig í samband við leikmanninn með það fyrir augum að fá hann til liðs við sig.

„Ég hef heyrt frá Sundsvall og Östersund og það er líklegt að ég fari út í næsta mánuði og skoði aðstæður hjá þeim. Það er ekki búið að negla niður neina dagsetningu hvenær ég fer. Sem fjölskyldumaður þá þarf maður að taka ákvörðun út frá því. Maður hoppar bara ekki upp í næstu vél og fer út,“ sagði Kristinn Freyr við Morgunblaðið en hann er þessa dagana í feðraorlofi á meðan hann er í fríi frá æfingum.

Nánar er rætt við Kristin í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert