Fylkir fær markaskorara af Króknum

Jesse Shugg.
Jesse Shugg. Ljósmynd/Fylkir

Knatt­spyrnu­deild Fylk­is hef­ur samið við Jesse Shugg, fyrr­ver­andi leik­mann Tinda­stóls, um að spila með Fylki í Pepsi-deild kvenna næsta sum­ar.

Shugg er sókn­ar­maður, fædd árið 1992. Hún skoraði 11 mörk í 7 leikj­um með Tinda­stóli í 1. deild­inni síðasta sum­ar. Shugg er fædd í Kan­ada en er með tvö­falt rík­is­fang og hef­ur spilað 8 lands­leiki fyr­ir Fil­ipps­eyj­ar, og skorað í þeim 3 mörk.

„Fylk­ir er búið að vera í efstu deild í nokk­ur ár og þeir sem ég þekki á Íslandi töluðu mjög vel um fé­lagið og mæltu með þessu fyr­ir mig. Eins heyrði ég að Nonni (Jón Aðal­steinn) sé mjög góður þjálf­ari og ég vona að það verði góð reynsla að vinna með hon­um og eins liðinu. Mitt mark­mið er gera eins vel og ég get og von­andi náum við í Fylki að færa okk­ur ofar í töfl­unni á næsta ári,“ sagði Shugg í frétta­til­kynn­ingu frá Fylki.

„Það er frá­bært að fá Jesse til okk­ar. Ég var bú­inn að heyra svo margt gott um hana og því vild­um við reyna að fá hana til að koma í Árbæ­inn. Við erum ennþá á fullri ferð að vinna í að styrkja okk­ur. Þetta verður von­andi flott blanda af góðum Fylk­is­stelp­um og leik­mönn­um sem vilja koma í Árbæ­inn og taka slag­inn með okk­ur,“ sagði Jón Aðal­steinn Kristjáns­son, þjálf­ari Fylk­is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert