Hólmfríður líklega á heimleið

Hólmfríður Magnúsdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir mbl.is/Styrmir Kári

„Nokkur lið hafa þegar haft samband frá Íslandi og það kemur vel til greina að koma heim, þar sem deildin hefur verið jöfn og er búin að styrkjast,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem líkur standa til að spili í Pepsi-deildinni á Íslandi næsta sumar.

Hólmfríður hefur leikið með norska liðinu Avaldsnes frá árinu 2012 og gegnt lykilhlutverki hjá liðinu, sem endaði í 2. sæti úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni sem lauk um helgina. Í vikunni fyrir lokaumferðina fékk hún nýtt samningstilboð frá félaginu en það var einfaldlega ekki nógu gott svo Hólmfríður hafnaði því.

„Þar fyrir utan hef ég hugsað um það í dágóðan tíma að þetta væri orðið gott hjá mér í þessu félagi. Ég er búin að vera hérna lengi og finnst ég þurfa breytingu. Svo er eigandinn nú hættur, maðurinn sem hefur styrkt félagið fjárhagslega síðustu ár, og þá vissi ég alveg hvað væri að fara að gerast hjá þessu félagi. Það getur ekki verið eins sterkt á komandi árum, og ég er ekki eini leikmaðurinn sem var að spila síðasta leikinn með þessu liði. Við erum margar á förum,“ sagði Hólmfríður við Morgunblaðið. Samkvæmt norskum miðlum er Þórunn Helga Jónsdóttir einnig á förum frá Avaldsnes.

Nánar er rætt við Hólmfríði í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert