Óvissa hjá Alfreð

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. mbl.is/Golli

Óvíst er hvenær landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason leikmaður þýska liðsins Augsburg getur snúið aftur inn á völlinn. Framherjinn glímir við meiðsli og hefur ekki verið með í fimm síðustu leikjum Augsburg-liðsins og þá verður hann fjarri góðu gamni á laugardaginn þegar Íslendingar mæta Króötum í undankeppni HM í Zagreb. Alfreð fór af meiddur af velli í síðari hálfleiknum á móti Tyrkjum í síðasta mánuði og hefur ekkert spilað síðan þá.

,,Það er bólga eða einhver himna á lífbeininu og verkurinn leiðir niður í nárann. Þetta hefur angrað mig í nokkurn tíma en í leiknum á móti Tyrkjunum fór þetta á verra stig og þetta lítur ekki alveg nógu vel út sem stendur. Ég hef verið í meðferð hjá læknaliði Augsburg en það hafa ekki orðið neinar framfarir. Núna er ég heima á Íslandi í frekari meðferð og fer svo aftur út í meðferð eftir helgina,“ sagði Alfreð við Morgunblaðið.

„Þetta eru einhver álagsmeiðsli og ég get í raun ekki sett fram neina dagsetningu um hvenær ég get byrjað að spila á nýjan leik. Ég veit ekki hvort þetta verða þrjár vikur til viðbótar eða fjórir mánuðir. Það er það versta.“

Nánar er rætt við Alfreð Finnbogason í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert