Úrslitin dylja vandamálin

Aron Einar Gunnarsson og Luka Modric í viðureign þjóðanna fyrir …
Aron Einar Gunnarsson og Luka Modric í viðureign þjóðanna fyrir þremur árum. mbl.is/Golli

Á íslenska landsliðið raunhæfa möguleika á að ná hagstæðum úrslitum á Maksimir-leikvanginum í Zagreb á laugardaginn þegar það mætir Króötum í uppgjöri efstu liðanna í I-riðli undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu?

Miðað við allar forsendur á þetta að vera erfiðasti leikurinn í riðlinum, útileikurinn gegn því liði sem fyrirfram á að vera sterkast og líklegast til að vinna riðilinn og komast beint í lokakeppnina í Rússlandi.

Aleksandar Holiga, íþróttafréttamaður hjá króatíska netmiðlinum Telesport, segir að lið Króatíu hafi ekki spilað sérstaklega vel þó það sé með 7 stig eftir þrjá leiki, eins og Ísland. Króatar gerðu 1:1 jafntefli við Tyrki á heimavelli en unnu Kósóvó 6:0 og Finna 1:0 á útivöllum.

Langt undir getu í Finnlandi

„Liðið lék sína bestu leiki í riðlakeppni EM en hefur ekki verið jafn sannfærandi í þessari undankeppni í haust. Niðurstöður leikjanna hafa verið hagstæðar til þessa, það átti reyndar að vinna heimaleikinn gegn Tyrkjum, en úrslitin dylja vandamálin. Í síðasta leik, í Finnlandi, lék liðið langt undir getu en sem betur fer var andstæðingurinn slakur, mun slakari en íslenska liðið,“ sagði Holiga þegar Morgunblaðið ræddi við hann um viðureign þjóðanna í gær.

Lykilmenn Króata eru að mestu þeir sömu og síðustu ár, nema hvað Darijo Srna lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM. Holiga sagði að nýi fyrirliðinn, Luka Modric, miðjumaðurinn snjalli frá Real Madrid, væri ávallt traustur með landsliðinu og skilaði alltaf þeim gæðum sem hann stæði fyrir.

Nánar er fjallað um króatíska liðið og rætt við Aleksandar Holiga í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert