Ante Casic, landsliðsþjálfari Króata í knattspyrnu, sagði eftir 2:0 sigur liðsins á Íslandi í kvöld í undankeppni HM að ekkert lið mundi fara auðveldlega í gegnum íslenska landsliðið í knattspyrnu.
„Við gerðum mikið af mistökum og vorum ekki nægilega rólegir undir lokin. Stundum vorum við of langt frá þeim á miðjunni. En í heild vorum við betri. Ísland hefur þó sýnt að það er aldrei auðvelt að spila á móti því,“ sagði Casic við króatíska fjölmiðla í kvöld.
Casic sagði enn fremur að liðið hefði ætlað sér að komast á topp I-riðils í kvöld, það hafi verið þeirra markmið sem hefði tekist við erfiðar vallaraðstæður og án stuðnings áhorfenda.
Staðan í riðlinum (markatala):
Króatía 10 stig (+9)
Úkraína 8 stig (+4)
Ísland 7 stig (+1)
Tyrkland 5 stig ( 0)
Finnland 1 stig ( -3)
Kósóvó 1 stig (-11)