Getum unnið þá heima

Gylfi Þór Sigurðsson með boltann en Ivan Perisic sækir að …
Gylfi Þór Sigurðsson með boltann en Ivan Perisic sækir að honum, á Maksimir-vellinum í kvöld. AFP

„Þetta var svekkj­andi leik­ur,“ sagði Gylfi Þór Sig­urðsson sem lék í öðru hlut­verki en hann hef­ur gert síðustu miss­eri hjá ís­lenska landsliðinu, í 2:0-tap­inu gegn Króöt­um í undan­keppni HM í knatt­spyrnu í kvöld.

Gylfi var sett­ur fram­ar á völl­inn en Birk­ir Bjarna­son lék í hans stað með Aroni Ein­ari Gunn­ars­syni á miðjunni. Hvernig fannst Gylfa að vera í þessu hlut­verki?

„Þetta var allt í lagi. Auðvitað var lítið um spil og meira um lang­ar send­ing­ar þar sem maður þurfti að reyna að vinna „seinni bolt­ann“ eft­ir að Jón Daði vann skalla­bolt­ann. Þetta hefði kannski verið öðru­vísi á öðrum og betri velli, en það var auðvitað eins fyr­ir bæði lið. Maður fékk kannski fleiri hálf­færi en maður er van­ur, og þetta var ekk­ert skelfi­leg­ur leik­ur hjá okk­ur þó að hann hafi farið 2:0. Það vantaði herslumun­inn.“

Króatía var 1:0 yfir fram á 90. mín­útu þegar heima­menn bættu við seinna marki sínu og gerðu út um leik­inn.

„Við byrjuðum ágæt­lega og sköpuðum nokk­ur hálf­færi, og vor­um nokkuð góðir varn­ar­lega. Þeir náðu þessu skoti rétt utan teigs og það var svekkj­andi að fá það mark í and­litið á sér. Gæðin voru kannski lít­il, vegna þess hvernig aðstæður voru, en mér fannst við alltaf vera inni í leikn­um þó að við höf­um ekki skapað neitt mikið. Mér finnst að við get­um unnið þá heima,“ sagði Gylfi.

Ísland er með sjö stig eft­ir fjóra leiki í riðlin­um en Króat­ar eru efst­ir með 10 stig.

„Mögu­leik­arn­ir okk­ar eru al­veg fín­ir. Það eru fjög­ur mjög sterk lið í riðlin­um og all­ir að taka stig af öll­um. En lið Króata er með 3-4 leik­menn á miðjunni sem eru rosa­lega tækni­lega góðir, þó að þeirra hæfi­leik­ar hafi kannski ekki sést vegna aðstæðna í þess­um leik. Þeir eru mikið betri en þeir sýndu í dag, en fyr­ir utan miðjuna og fram­herj­ann þá er þetta jú, sterkt lið, en okk­ur finnst við eiga fullt er­indi í að vinna þá, sér­stak­lega á heima­vell,“ sagði Gylfi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert