Heiðrar minningu látins vinar í hverjum leik

Danijel Subasic í bol með mynd af Hrvoje Custic. Áletrunin …
Danijel Subasic í bol með mynd af Hrvoje Custic. Áletrunin „zauvijek“ þýðir „að eilífu“.

Danijel Subasic, landsliðsmarkvörður Króata, heldur minningu vinar síns, Hrvoje Custic, á lofti í hverjum leik sem hann spilar, en Custic lést eftir slys í fótboltaleik sem Subasic spilaði einnig. Subasic verður í marki Króata gegn Íslandi í undankeppni HM í knattspyrnu kl. 17 í dag.

Subasic og Custic léku saman með króatíska liðinu Zadar en slysið varð í deildarleik gegn Cibalia í mars 2008. Custic skall með höfuð harkalega í múrvegg sem var mjög nærri hliðarlínunni. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi fimm dögum síðar.

Til minningar um vin sinn klæðist Subasic alltaf bol með mynd af Custic undir markmannstreyju sinni. Þetta segist Subasic ætla að gera allan sinn feril, enda megi Custic aldrei gleymast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert