Í heild svekkjandi tap

Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þetta var svekkjandi tap. Við settum kraft í fyrri hálfleikinn en þeir náðu svona aðeins tökum á leiknum í seinni hálfleik. Mér fannst við samt í ágætis formi,” sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, við RÚV eftir 2:0 tapið gegn Króatíu í kvöld.

„Það voru nokkrar ákvarðanatökur sem fóru á mis og nokkrir boltar sem voru of stuttir. En í heild var þetta svekkjandi tap,“ sagði Aron Einar.

Marcelo Brozovic kom Króötum yfir á 15. mínútu eftir að margra mati ansi ódýran varnarleik íslenska landsliðsins. 

Spurður hvort honum hafi fundist fyrra markið sem Ísland fékk á sig slakt sagði Aron: 

„Bara bæði mörkin, við þurfum að laga þetta. Það er kannski aðeins of fljótt núna að vera að dæma leikinn, ég þarf að skoða hann aðeins fyrst, en mér fannst þetta allavega svekkjandi,” sagði Aron Einar.

Í D-riðli vann Írland Austurríki 1:0 og Moldóva og Georgía gerðu 1:1 jafntefli. 

Viðbrögð frá blaðamanni mbl.is í Króatíu koma innan skamms. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka