Sveinn og Arnór hjá Swansea

Sveinn Aron Guðjohnsen
Sveinn Aron Guðjohnsen mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, var við æfingar hjá hollenska liðinu Sparta Rotterdam á dögunum en nú er hann kominn til Swansea sem bauð honum út til æfinga ásamt hálfbróður Eiðs Smára, Arnóri Borg Guðjohnsen.

Sveinn Aron er 18 ára gamall og gekk til liðs við Val frá HK í ágúst. Hann kom við sögu í sex leikjum Valsmanna í Pepsi-deildinni. Hann lék áður 10 leiki með HK í Inkasso-deildinni og skoraði í þeim 5 mörk. Hann hefur leikið með U17 og U19 ára landsliðunum og lék með því síðarnefnda í undankeppni EM á dögunum. Arnór Borg er 16 ára gamall og leikur með 2. flokki Breiðabliks.

„Sparta Rotterdam hefur sýnt Sveini mikinn áhuga og svo verður bara að koma í ljós hvert framhaldið verður. Honum var boðið út til æfinga hjá Swansea um daginn og er þar núna ásamt bróður mínum,“ sagði Eiður Smári við Morgunblaðið.

„Sveinn Aron þarf bara að finna sína eigin leið. Hann á enn nóg fram að færa á Íslandi og hann þarf að fá sín tækifæri til að blómstra,“ sagði Eiður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert