Selfoss og Álftanes Íslandsmeistarar

Álftanes – Íslandsmeistarar kvenna 2017.
Álftanes – Íslandsmeistarar kvenna 2017. Ljósmynd/KSÍ

Selfoss og Álftanes urðu Íslandsmeistarar í innifótbolta, futsal, í dag en úrslitaleikirnir fóru þá fram í Laugardalshöllinni.

Selfoss sigraði Víking frá Ólafsvík, 3:2, í úrslitaleiknum í meistaraflokki karla. Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Ólafsvíkinga. Gylfi Dagur Leifsson jafnaði og Ásgrímur Þór Bjarnason kom Selfossi í 2:1. Kristinn Magnús Pétursson jafnaði fyrir Ólsara en Richard Sæþór Sigurðsson skoraði sigurmark Selfyssinga fimm mínútum fyrir leikslok.

Í undanúrslitum í gær vann Víkingur Ó. sigur á Aftureldingu, 7:3, og Selfoss vann Leikni/KB, 8:4.

Álftanes vann Selfoss, 4:3, í úrslitaleiknum í meistaraflokki kvenna, eftir að hafa komist í 4:1. Erna Birgisdóttir skoraði tvö mörk fyrir Álftanes, Oddný Sigurbergsdóttir og Saga Finnbogadóttir eitt hvor. Erna Guðjónsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Selfyssinga og Eva Lind Elíasdóttir eitt.

Í undanúrslitum í gær vann Álftanes stórsigur á Sindra, 17:0, og Selfoss vann Þrótt úr Reykjavík 10:2.

Selfoss – Íslandsmeistarar karla 2017.
Selfoss – Íslandsmeistarar karla 2017. Ljósmynd/KSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert