Landsliðið tilnefnt til verðlauna – almenningur kýs

Bláleitt mannhaf tók á móti íslenska landsliðinu þegar það kom …
Bláleitt mannhaf tók á móti íslenska landsliðinu þegar það kom heim frá frægðarför á Evrópumótið í Frakklandi. Áætlað er að á fjórða tug þúsunda hafi verið í miðbænum. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska karla­landsliðið í knatt­spyrnu sem og ís­lenska þjóðin koma til greina í flokkn­um „Besta augna­blik íþrótta­árs­ins“ sem hluti er af Laur­eus-verðlaun­un­um.

Um er að ræða nýj­an flokk inn­an þess­ara verðlauna, en auk þess er ís­lenska landsliðið til­nefnt sem mestu tíma­mót síðasta árs, eft­ir fram­göngu sína á Evr­ópu­mót­inu í Frakklandi.

Við ákvörðun um til­nefn­ing­ar í þess­um nýja flokki var litið út fyr­ir hefðbund­in úr­slit íþrótt­anna en þess í stað lögð meiri áhersla á raun­veru­legt gildi íþrótta og getu þeirra til að breyta heim­in­um. Laur­eus-sam­tök­in líta á ár­ang­ur ís­lenska landsliðsins á EM í Frakklandi og ekki síst magnaðan stuðning ís­lensku þjóðar­inn­ar sem mik­il­væga stund í íþrótta­heim­in­um sem verðskuldi þann sess að vera til­nefnt í þess­um nýja flokki. 

Í þess­um nýja verðlauna­flokki bjóða Laur­eus-sam­tök­in nú í fyrsta skipti al­menn­ingi að kjósa á milli þeirra sem eru til­nefnd­ir og fær ís­lensk­ur al­menn­ing­ur nú tæki­færi til að fram­lengja EM-æv­in­týrið með því að gefa landsliðinu okk­ar sitt at­kvæði. 

„Eft­ir að hafa komið aft­ur heim frá EM í Frakklandi fór liðið í op­inni rútu um Reykja­vík þar sem þúsund­ir manna tóku á móti því. Það endaði með því að fleiri þúsund manns tóku þátt í hinu svo­kallaða vík­ingaklappi,“ seg­ir í um­sögn­inni um ís­lenska liðið og þjóðina.

All­ir geta kosið og það eina sem þarf að gera er að fara inn á heimasíðu sam­tak­anna www.my­laur­eus.com þar sem at­kvæðagreiðslan fer fram.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert