Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sem og íslenska þjóðin koma til greina í flokknum „Besta augnablik íþróttaársins“ sem hluti er af Laureus-verðlaununum.
Um er að ræða nýjan flokk innan þessara verðlauna, en auk þess er íslenska landsliðið tilnefnt sem mestu tímamót síðasta árs, eftir framgöngu sína á Evrópumótinu í Frakklandi.
Við ákvörðun um tilnefningar í þessum nýja flokki var litið út fyrir hefðbundin úrslit íþróttanna en þess í stað lögð meiri áhersla á raunverulegt gildi íþrótta og getu þeirra til að breyta heiminum. Laureus-samtökin líta á árangur íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi og ekki síst magnaðan stuðning íslensku þjóðarinnar sem mikilvæga stund í íþróttaheiminum sem verðskuldi þann sess að vera tilnefnt í þessum nýja flokki.
Í þessum nýja verðlaunaflokki bjóða Laureus-samtökin nú í fyrsta skipti almenningi að kjósa á milli þeirra sem eru tilnefndir og fær íslenskur almenningur nú tækifæri til að framlengja EM-ævintýrið með því að gefa landsliðinu okkar sitt atkvæði.
„Eftir að hafa komið aftur heim frá EM í Frakklandi fór liðið í opinni rútu um Reykjavík þar sem þúsundir manna tóku á móti því. Það endaði með því að fleiri þúsund manns tóku þátt í hinu svokallaða víkingaklappi,“ segir í umsögninni um íslenska liðið og þjóðina.
Allir geta kosið og það eina sem þarf að gera er að fara inn á heimasíðu samtakanna www.mylaureus.com þar sem atkvæðagreiðslan fer fram.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |