Bjarki Aðalsteinsson var hetja Leiknis R. þegar liðið lagði Selfoss, 1:0, í Lengjubikarnum í knattspyrnu í Egilshöll í kvöld.
Bjarki skoraði sigurmarkið á 60. mínútu, en hann var að skora gegn sínum gömlu félögum eftir að hafa spilað með Selfossi á tveggja ára tímabili, 2013-2014.
Þetta var annar sigur Leiknis í jafnmörgum leikjum og er liðið á toppi síns riðils með fullt hús stiga. Selfoss hefur hins vegar tapað báðum sínum leikjum.
Markaskorari fenginn frá fotbolti.net.