Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður bikarmeistara Vals, spilaði í dag 90 mínútur í æfingaleik með norska liðinu Vålerenga þar sem hann dvelur nú við æfingar.
Orri fór með liðinu í æfingaferð til Spánar og spilaði allan leikinn í stöðu miðvarðar gegn Shakhtyor Soligorsk. Norska liðið tapaði leiknum 2:1 eftir að hafa komist yfir.
Orri Sigurður hefur verið fastamaður í Valsliðinu frá því hann kom til þess frá danska liðinu AGF fyrir tímabilið 2015.