„Það er ekki rassgat að marka það“

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. AFP
þegar hann kynnti landsliðshópinn fyrir komandi leiki gegn Kósóvó og Írlandi.

Leikurinn gegn Kósóvó fer fram í Albaníu og er liður í undankeppni heimsmeistaramótsins. Kósóvó fékk aðild að FIFA og UEFA á síðasta ári og er í 165. sæti FIFA-listans, en Heimir segir það ekki segja neitt.

„Það er ekki rassgat að marka það. Þeir munu rjúka upp þennan lista á mjög stuttum tíma,“ sagði Heimir, og hrósaði liði þeirra.

„Þetta er lið sem er í mótun, enn að bætast við leikmenn og það er mjög erfitt að leikgreina þá. Maður sér nokkurn veginn hvert þeir eru að stefna og ég verð að hrósa þjálfaranum hversu vel og fljótt hann hefur búið til flott og samstillt lið. Þeir hafa ekki þann lúxus að þessir leikmenn hafi spilað áður í yngri landsliðum, þetta er samtíningur hingað og þangað og það er gaman að sjá hvernig hann hefur búið til samstilltan hóp,“ sagði Heimir.

Hann áréttaði að leikmenn Kósóvó séu ekki einhverjir lítt þekktir miðlungsmenn.

„Þetta eru allt góðir leikmenn í góðum liðum í góðum deildum. Þetta eru ekki bara einhverjir sem enginn þekkir. Liðin sem þeir leika með eru ekki í lægri klassa en liðin sem okkar menn leika með,“ sagði Heimir.

Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson AFP

Ennþá allt í okkar höndum

Ísland er í þriðja sæti riðilsins með 7 stig eftir fyrstu fjóra leikina. Kósóvó er með eitt stig, en Heimir undirstrikaði hversu jafnt þetta er og hvert stig skiptir máli.

„Það er ekkert sem hefur breyst í þessum riðli, það verður hvert stig dýrmætt og úrslitin munu ráðast í síðasta leik í október. Hvert stig og mark eru dýrmæt og við þurfum að hafa öll okkar smáatriði í lagi,“ sagði Heimir, en leikurinn gegn Kósóvó er ekki síður mikilvægur hvað varðar næsta leik.

„Það sem gerist ef við náum sigri í Kósóvó eigum við möguleika hér 11. júní að spila ótrúlega flottan leik við Króatíu um efsta sæti riðilsins. Það er það sem er í boði með sigri. Markmiðið er skýrt, við ætlum okkur eitt af tveimur efstu sætunum í þessum riðli. Þetta er ennþá allt í okkar höndum,“ sagði Heimir. Hann sagði að það sem helst þyrfti að laga væri varnarleikurinn.

„Við höfum fengið á okkur fimm mörk í fjórum leikjum sem er alltof mikið. Við verðum að laga það og munum örugglega leggja mikla áherslu á það í okkar undirbúningi.“

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck á fréttamannafundi á EM í …
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck á fréttamannafundi á EM í sumar.

Umræðan alltof hávær um að EM-árið sé að baki

Íslenska landsliðið mun æfa í Parma á Ítalíu fyrir leikinn, en Heimir segir að landsliðið sé reynslunni ríkara eftir að hafa spilað við Albaníu fyrir nokkrum árum.

„Við höfum spilað í Albaníu og þar eru ekki góðir vellir og aðstaðan ekki eins og góð,“ sagði Heimir, en liðið mun svo fljúga tveimur dögum fyrir leikinn yfir til Albaníu. Hann sagði að leikurinn sem framundan er ekki síst mikilvægur því hann mun móta framtíð liðsins.

 „Okkur finnst þetta landslið standa á ákveðnum tímamótum í dag. Við erum að fara í leik sem skiptir alveg ofboðslega miklu máli upp á framhaldið, hvert það mun leiða landsliðið. Við erum að reyna að senda út metnað til strákanna allt í kringum okkur og reyna að hafa rétt hugarfar.

Heimir talaði sérstaklega um það að umræðan í kringum EM-árið hjá landsliðinu í fyrra væri komin á nokkrar villigötur.

„Mér finnst umræðan um að við fáum aldrei svona ár aftur vera alltof hávær. Það á að vera markmið, stefna og hugarfar okkar að fá svona ár aftur,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert