Baráttujaxlinn Ragnar Sigurðsson sagðist aldrei hafa undirbúið sig jafn vel fyrir fótboltaleik eins og leikinn gegn Kósóvó í Albaníu í kvöld þar sem Ísland vann 2:1 í I-riðli undankeppni HM 2018.
„Ég er búinn að bíða lengi eftir þessum leik en ég hef aldrei undirbúið mig jafn vel fyrir fótboltaleik af því að ég vissi að þetta yrði aðeins erfiðara fyrir mig þar sem ég er ekki í100% leikformi,“ sagði Ragnar meðal annars þegar úrslitin lágu fyrir í Shkodër.
„Þetta var frekar ljótt en stundum þarf maður bara að vinna svona,“ sagði Ragnar einnig.
Spurður um hvernig hefði verið að eiga við Atdhe Nuhiu, sóknarmanninn hávaxna, sem skoraði mark Kósóvó með skalla í leiknum og sagði það hafa verið erfitt.
„Það var bara mjög erfitt. Hann er stór og sterkur en fínn í fótbolta. Hann notar líkamann vel. Þegar Kári vinnur ekki öll sín skallaeinvígi þá veit maður að það er eitthvað „beast“ inni á vellinum.“
Viðtalið við Ragnar í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði.