Allt hægt þó staðan sé ekki góð

Sverrir Ingi Ingason
Sverrir Ingi Ingason mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason er eini Íslendingurinn sem leikur í efstu deild á Spáni um þessar mundir, þar sem allra stærstu nöfnin í knattspyrnuheiminum hafa spilað síðustu árin.

Fetar hann þar í fótspor Péturs Péturssonar, Þórðar og Jóhannesar Karls Guðjónssona, Eiðs Smára Guðjohnsen og Alfreðs Finnbogasonar. Sverrir fór beint í byrjunarlið Granada en félagið keypti hann frá Lokeren í Belgíu í janúar. Sverrir segir belgísku deildina vera það sterka að stökkið hafi ekki verið eins mikið og margir geta ímyndað sér.

„Belgíska deildin er hörkudeild og ég áttaði mig betur á því þegar ég kom til Spánar því þar fann ég að ég hafði í fullu tré við andstæðingana. Dvölin í Belgíu gerði mér því mjög gott enda spilaði ég hvern einasta leik með Lokeren í tvö ár. Þar bætti ég mig helling sem leikmaður. Fótboltinn í þessum deildum er þó nokkuð frábrugðinn. Í Belgíu spila menn fastar en á Spáni er meira um litla og flinka leikmenn. Fótboltinn er skemmtilegur á Spáni og ég er spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Sverrir sem er ásamt félögum sínum í erfiðri fallbaráttu. Liðið er í 19. og næstsíðasta sæti með 19 stig en staða Granada var raunar enn verri þegar Sverrir kom til liðsins.

„Þegar ég kom þá vissi ég auðvitað að staðan væri erfið og liðið væri í erfiðum málum. Mér fannst þetta vera krefjandi verkefni og skref upp á við fyrir mig að fá að spila á móti þessum hörkuleikmönnum í hverri viku. Auk þess eru nokkur lið í deildinni sem eru betri en flest öll liðin í heiminum og maður getur lært mikið af því að mæta þeim. Ég hugsaði mig vel og vandlega um einmitt vegna þess að liðið gæti farið niður um deild. Við höfum þó rétt aðeins úr kútnum og enn eru tíu leikir eftir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert