Gylfi skipti um skoðun

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði seinni mark Íslands úr vítaspyrnu í 2:1 sigrinum mikilvæga á Kósóvó í undankeppni HM í Shkodër í kvöld. Gylfi tjáði mbl.is að hann hafi skipt um skoðun því fyrir leikinn hafi hann ætlað að skjóta í hægra hornið ef til þess kæmi að taka víti. 

Raunin varð hins vegar sú að Gylfi skaut í vinstra hornið og markvörðurinn skutlaði sér í það hægra frá Gylfa séð.

„Ég fylgdist með nokkrum vítum í dag með markmanninum og var búinn að velja mér hitt hornið. Einhverra hluta vegna fannst mér að ég ætti að breyta því og breytti í vinstra hornið. Það var góð ákvörðun. Það var einhver skítalykt af þessu varðandi hægra hornið og ég breytti bara rétt áður en ég tók vítið,“ sagði Gylfi meðal annars í samtali við mbl.is í Shkodër í kvöld en viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert